Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 15:06 Rakel Þorbergsdóttir er hætt sem fréttastjóri og heldur nú á vit nýrra ævintýra. Aðsend Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. Blaðamaður náði tali af Rakel þegar hún hafði nýlokið sínum síðasta vinnudegi á Ríkisútvarpinu. Hún segir að erfitt hafi verið að kveðja fréttastofuna eftir 22 ár á sama vinnustað og hrósaði samstarfsfélögum sínum í hástert. Vinnufélagarnir söfnuðust saman í dag og komu henni á óvart þegar hún hafði lokið sinni síðustu beinu útsendingu. „Ég hef nú verið að grínast með það síðustu daga að þetta er eins og að vera stödd í eigin erfidrykkju, af því ég á náttúrulega marga góða félaga hér sem ég á eftir að sakna og maður er bara pínu meyr af því þetta er svo gott og skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með. Og það er erfitt að kveðja það þó að maður vilji söðla um og prófa eitthvað nýtt,“ segir Rakel. „Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt“ Rakel hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða uppsöfnuðu leyfi en að hennar sögn hefur aldrei gefist færi á að nýta það. Ekki er ljóst hver næstu skref verði að öðru leyti en hún segir hlæjandi í samtali við blaðamann að líklega standi til ætla uppfæra ferilskrána. „Sumum finnst þetta vera svolítið kalt, að ætla að vaða svona út í óvissuna, en ég er bara furðu brött og glöð með þetta allt saman. Ég bara hlakka til nýrra ævintýra. Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt en ég er bara á þessum góða stað,“ segir Rakel glöð í bragði. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sjá meira
Blaðamaður náði tali af Rakel þegar hún hafði nýlokið sínum síðasta vinnudegi á Ríkisútvarpinu. Hún segir að erfitt hafi verið að kveðja fréttastofuna eftir 22 ár á sama vinnustað og hrósaði samstarfsfélögum sínum í hástert. Vinnufélagarnir söfnuðust saman í dag og komu henni á óvart þegar hún hafði lokið sinni síðustu beinu útsendingu. „Ég hef nú verið að grínast með það síðustu daga að þetta er eins og að vera stödd í eigin erfidrykkju, af því ég á náttúrulega marga góða félaga hér sem ég á eftir að sakna og maður er bara pínu meyr af því þetta er svo gott og skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með. Og það er erfitt að kveðja það þó að maður vilji söðla um og prófa eitthvað nýtt,“ segir Rakel. „Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt“ Rakel hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða uppsöfnuðu leyfi en að hennar sögn hefur aldrei gefist færi á að nýta það. Ekki er ljóst hver næstu skref verði að öðru leyti en hún segir hlæjandi í samtali við blaðamann að líklega standi til ætla uppfæra ferilskrána. „Sumum finnst þetta vera svolítið kalt, að ætla að vaða svona út í óvissuna, en ég er bara furðu brött og glöð með þetta allt saman. Ég bara hlakka til nýrra ævintýra. Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt en ég er bara á þessum góða stað,“ segir Rakel glöð í bragði.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sjá meira