Scott McTominay kom United yfir strax á áttundu mínútu með hnitmiðuðu skoti áður en Ben Mee tvöfaldaði forystu gestanna þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Cristiano Ronaldo kom United í 3-0 á 35. mínútu, en Aaron Lennon minnkaði muninn fyrir gestina þremur mínútum síðar og þar við sat.
Manchester United hefur því ekki tapað í lokaleik ársins seinustu tíu ár, eða síðan liðið tapaði 3-2 á heimavelli gegn Blackburn á gamlársdag árið 2011. Síðan þá hefur liðið unnið sjö og gert þrjú jafntefli.
Þá var það Yakubu sem kom gestunum yfir úr vítasspyrnu á 16. mínútu, en hann tvöfaldaði forskot Blackburn svo á 51. mínútu.
Tíu mínútum síðar var staðan þó orðin jöfn eftir tvö mörk frá Dimitar Berbatov, en það var svo Grant Hanley sem tryggði Blackburn 3-2 sigur þegar tíu mínútur voru til leiksloka.
Einn leikmaður United lék bæði í gærkvöldi og í tapleiknum fyrir tíu árum, en það var markvörðurinn David de Gea.
Það var tölfræðisíðan OptaJoe sem birti þessar upplýsingar fyrir leik gærkvöldsins, en hana má sjá hér fyrir neðan.
9 - Manchester United are unbeaten in their final league game in each of the last nine calendar years (W6 D3) since a 3-2 loss against Blackburn Rovers at Old Trafford in 2011. Memories. pic.twitter.com/yyY8HwICmG
— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2021