Ótrúlegur sigur Blackburn á Old Trafford 31. desember 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Sir Alex Ferguson fékk heldur lélega afmælisgjöf á sjötugsafmæli sínu þar sem hans menn í Manchester United töpuðu fyrir botnliði Blackburn, 3-2, á heimavelli sínum. Blackburn komst 2-0 yfir í leiknum áður en Dimitar Berbatov náði að jafna metin með tveimur mörkkum snemma í seinni hálfleik. Grant Hanley var svo hetja Blackburn þegar hann skoraði sigurmark liðsins með skalla tíu mínútum fyrir leikslok. Sannarlega ótrúleg úrslit og mistókst því United að fara á topp deildarinnar um sinn því Manchester City á leik síðar í dag. Blackburn var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn en er nú í átjánda sætinu með fjórtán stig. Óhætt er að fullyrða að þetta er langstærsti sigur Steve Kean á ferlinum en hann hefur verið afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum Blackburn. Þeir fagna sigrinum væntanlega vel og innilega þrátt fyrir því og setja „Kean Out"-borðana sína í geymslu í bili. Berbatov gerði sig sekan um skelfilega mistök í upphafi leiks þegar hann togaði niður Chris Samba í vítateig United. Víti var dæmt og Yakubu skoraði af öryggi. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleik en Yakubu gerði sér lítið fyrir og kom Blackburn í 2-0 forystu með laglegu skoti. United náði þó að minnka muninn aðeins mínútu síðar og var Berbatov þar að verki með skalla af stuttu færi. Búlgarinn skoraði öðru sinni tíu mínútum síðar með skoti eftir flottan undirbúning frá Antonio Valencia. Þar með héldu margir að United myndi láta kné fylgja kviði en allt kom fyrir ekki. Blackburn lagði allt kapp á að sækja og skoraði hinn ungi Grant Hanley með skalla eftir hornspyrnu Morten Gamst Pedersen á 80. mínútu. Þar við sat og ótrúleg niðurstaða staðreynd. Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Sir Alex Ferguson fékk heldur lélega afmælisgjöf á sjötugsafmæli sínu þar sem hans menn í Manchester United töpuðu fyrir botnliði Blackburn, 3-2, á heimavelli sínum. Blackburn komst 2-0 yfir í leiknum áður en Dimitar Berbatov náði að jafna metin með tveimur mörkkum snemma í seinni hálfleik. Grant Hanley var svo hetja Blackburn þegar hann skoraði sigurmark liðsins með skalla tíu mínútum fyrir leikslok. Sannarlega ótrúleg úrslit og mistókst því United að fara á topp deildarinnar um sinn því Manchester City á leik síðar í dag. Blackburn var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn en er nú í átjánda sætinu með fjórtán stig. Óhætt er að fullyrða að þetta er langstærsti sigur Steve Kean á ferlinum en hann hefur verið afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum Blackburn. Þeir fagna sigrinum væntanlega vel og innilega þrátt fyrir því og setja „Kean Out"-borðana sína í geymslu í bili. Berbatov gerði sig sekan um skelfilega mistök í upphafi leiks þegar hann togaði niður Chris Samba í vítateig United. Víti var dæmt og Yakubu skoraði af öryggi. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleik en Yakubu gerði sér lítið fyrir og kom Blackburn í 2-0 forystu með laglegu skoti. United náði þó að minnka muninn aðeins mínútu síðar og var Berbatov þar að verki með skalla af stuttu færi. Búlgarinn skoraði öðru sinni tíu mínútum síðar með skoti eftir flottan undirbúning frá Antonio Valencia. Þar með héldu margir að United myndi láta kné fylgja kviði en allt kom fyrir ekki. Blackburn lagði allt kapp á að sækja og skoraði hinn ungi Grant Hanley með skalla eftir hornspyrnu Morten Gamst Pedersen á 80. mínútu. Þar við sat og ótrúleg niðurstaða staðreynd.
Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira