Fótbolti

Segir að verði HM haldið á tveggja ára fresti muni það éta kvennafótboltann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aleksander Ceferin segir að ekkert verði af hugmyndinni um að halda HM á tveggja ára fresti.
Aleksander Ceferin segir að ekkert verði af hugmyndinni um að halda HM á tveggja ára fresti. Catherine Ivill/Getty Images

Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, hefur ítrekað andstöðu sína við þá hugmynd um að halda HM á tveggja ára fresti og segir að það myndi rústa kvennaboltanum.

Ceferin segir að ef HM kvenna eða ólympíleikarnir séu haldnir sama ár og HM karla þá muni það hafa gríðarleg áhrif á áhorfið á kvennaíþróttina.

Eins og áður hefur komið fram hefur UEFA sett sig upp á móti hugmyndinni, ásamt suður-ameríska knattspyrnusambandinu, CONMEBOL. Afríska knattspyrnusambandið CAF segist hins vegar styðja hugmyndina, en forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA segir að tekjur sambandana muni aukast um allt að 3,3 milljarða punda.

„Evrópa og Suður-Ameríka eru á móti hugmyndinni og þetta eru einu tvær heimsálfurnar sem eru með lönd sem hafa orðið heimsmeistarar. Vandamálið er að HM þarf að vera haldið á fjögurra ára fresti til að vera áhugavert,“ sagði Ceferin á Expo 2020 í Dubai á dögunum.

„Í öðru lagi, ef það er haldið á tveggja ára fresti þá myndi mótið éta kvennafótboltann af því að þetta væri þá haldið á sama ári og HM kvenna eða Ólympíuleikarnir - stór mistök.

„Þetta er einfaldlega slæm hugmynd og þetta mun ekki verða að veruleika af því að þetta er slæm hugmynd, ekki af því að við erum á móti henni.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.