Innlent

Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 
Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.  Vísir/Vilhelm

Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni.

Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í morgun. 

Tæplega 34 þúsund atkvæði voru greidd í kjörinu og var töluverð spenna. Svo fór að Guðmundur Felix hlaut 6466 atkvæði en næstur á hæla honum var Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með 5902 atkvæði. 

Rúna Sif Rafnsdóttir, sem bjargaði lífi hins unga Elds Elíss Bjarkasonar með lifrargjöf í Svíþjóð í sumar, varð í þriðja sæti með 5221 atkvæði.

Mikill áhugi var á kjörinu í ár en til samanburðar voru um 25 þúsund atkvæði greidd í kjörinu í fyrra, sem var metár.

Úrslitin voru kunngjörð í Reykjavík árdegis á Bylgjunni í morgun. Spjallið við mann ársins má heyra að neðan.

Þá var rætt ítarlega við kappann í fréttaauka Stöðvar 2 á dögunum þegar hann var nýkominn til landsins frá Frakklandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×