Innlent

Al­þingi veitir engum ríkis­borgara­rétt vegna tafa Út­lendinga­stofnunar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
178 umsóknir um ríkisborgararétt hafa borist Útlendingastofnun en gögn hafa ekki borist Alþingi.
178 umsóknir um ríkisborgararétt hafa borist Útlendingastofnun en gögn hafa ekki borist Alþingi. Vísir/Vilhelm

Al­þingi hyggst ekki veita neinum um­sækjanda ríkis­borgara­rétt fyrir ára­mót en 178 um­sóknir hafa borist lög­gjafanum. Á­stæðan er sú að Út­lendinga­stofnun hefur ekki af­hent for­unnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber á­byrgð á ferlinu með um­sóknunum. Sam­kvæmt venju eru um­sóknir af­greiddar fyrir ára­mót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári.

Í til­kynningu frá Al­þingi segir að alls­herjar- og mennta­mála­nefnd skipi undir­nefnd til að fara yfir um­sóknir um veitingu ríkis­borgara­réttar með lögum. Út­lendinga­stofnun eigi að for­vinna gögnin og af­henda undir­nefndinni að þeirri vinnu lokinni. Gögnin frá Út­lendinga­stofnun hafa enn ekki borist Al­þingi.

Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd hefur farið fram á að um­sóknir verði afhentar undirnefndinni ásamt fylgigögnum ekki síðar en þann 1. febrúar 2022. Í kjöl­farið verði svo lagt fram sér­stakt frum­varp til laga um veitingu ríkis­borgara­réttar.

Flestar um­sóknir um ríkis­borgara­rétt eru af­greiddar með hefð­bundinni stjórn­valds­á­kvörðun Út­lendinga­stofnunar og án að­komu Al­þingis. Veiting ríkis­borgara­réttar með sér­stökum lögum Al­þingis getur þannig farið fram án þess að al­menn laga­skil­yrði, til dæmis um bú­setu­tíma um­sækj­enda hér á landi, séu upp­fyllt.

Í frétt Frétta­blaðsins segir að unnið sé að breyttu verk­lagi um veitingu ríkis­borgara­réttar til að gæta jafn­ræðis. Að­koma Al­þingis að veitingu ríkis­borgara­réttar hefur hlotið gagn­rýni, meðal annars frá um­boðs­manni Al­þingis, þar sem talið er að þær um­sóknir fái al­mennt for­gang fram yfir aðrar al­mennar um­sóknir sama efnis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×