Innlent

Ás­laug vill endur­skoða ein­angrun barna

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum, létt á samkomu takmörkunum
Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum, létt á samkomu takmörkunum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, velti því upp á Twitter-síðu sinni fyrr í dag hvort tilefni væri til að stytta einangrun og sóttkví barna. Eins og stendur er lengd einangrunar þeirra sem smitast af kórónuveirunni almennt tíu dagar.

Áslaug segir eðlilegt að skoða hvort ekki sé tilefni til að endurskoða núgildandi ráðstafanir og vísar til annarra landa í því samhengi. Langvarandi einangrun geti haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega fyrir börn.

Ráðherra hefur einnig áhyggjur af börnum sem búa við bágar heimilisaðstæður og þurfa að vera í einangrun: „Við megum ekki ganga lengra en þörf krefur,“ segir Áslaug Arna.


Tengdar fréttir

Ás­laug skýtur á tak­markanir: „Önnur sjónar­mið en sótt­varnir þurfa að heyrast“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur að líta verði til fleiri þátta en smitvarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirunnar hér á landi. Bóluefni veiti góða vernd og ekki megi líta fram hjá þeim áhrifum sem takmarkanirnar hafi á geðheilsu almennings og þá sérstaklega barna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×