Næstu tvær vikur verður eitt skref tekið að öðru í því að opna JWST. Að því loknu á sjónaukinn að vera klár til að beina skynjurum sínum út í alheiminn.
Á morgun stendur til að byrja að opna sólarskjöld sjónaukans. Hans er þörf vegna þess að sjónaukinn þarf að vera gífurlega kaldur til að virka rétt. Vonast er til þess að opnun skjaldarins ljúki um helgina.
And we just confirmed that our aft (back) sunshield pallet has successfully opened up as well! https://t.co/la05MOFIIE
— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 29, 2021
What s next to #UnfoldTheUniverse? Check out https://t.co/NXe96U821e pic.twitter.com/F0B9Z1lUiQ
Hætta er á því að ef eitthvað eitt klikki í öllu opnunarferlinu verði sjónaukinn ónothæfur. Í rauninni þarf bara ein löm að klikka. Það er því mikið undir í hverju skrefi.
Bili eitthvað verður mjög svo erfitt að laga sjónaukann þar sem hann verður í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu þegar hann verður kominn á sinn stað.
Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi sjónaukans hér á vef NASA. Hægt er að fara yfir þá hluti sem þurfa að ganga upp hér.
Tíu milljarðar og miklar tafir
Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft jóladag og kostaði í heild um tíu milljarða dala.
Geimskotið heppnaðist vel og í kjölfarið voru sólarrafhlöður sjónaukans opnaðar með góðum árangri. Í nótt var fyrsta stefnubreytingin af tveimur framkvæmd en markmiðið er að koma JWST á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2.
Lagt var upp með það að JWST yrði starfræktur í minnst fimm ár og var vonast eftir tíu árum. NASA segir nú að vegna þess hve vel geimskotið heppnaðist og hve vel hefur gengið að breyta stefnu sjónaukans, sé útlit fyrir að nægt eldsneyti sé um borð til að nota sjónaukann til rannsóknarstarfa töluvert lengur en í tíu ár.
Það er þó ekki öruggt samkvæmt uppfærslu frá NASA og veltur á ýmsu öðru.
Due to the precision of our launch and our first two mid-course corrections, our team has determined that Webb should have enough fuel to allow support of science operations for significantly more than a 10-year science lifetime! https://t.co/1e3sWlynPI pic.twitter.com/yb4Oe6dnwj
— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 29, 2021