Innlent

Bíður með að leggja til styttingu sótt­kvíar og ein­angrunar ein­kenna­lausra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórólfur Guðnason er sóttvarnarlæknir.
Þórólfur Guðnason er sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra.

Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem nú stendur yfir. Þar fara Þórólfur, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum.

Sóttvarnastofnunnar Bandaríkjanna ákvað á dögunum að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. Greint var frá því í gær að Þórólfur væri með þetta til skoðunar.

Á upplýsingafundi dagsins sagði hann hins vegar að mörgum spurningum væri ósvarað um tilmæli Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna, sóttvarnarlegt gildi þeirra og þá áhættu sem felist í því að taka í notkun leiðbeiningar stofnunarinnar.

„Ég tel því skynsamlegt að bíða um sinn með að breyta okkar leiðbeiningum um sóttkví og einangrun og fá mat annarra, til dæmis Sóttvarnarstofnunar Evrópusambandsins á þessum leiðbeiningum áður en við förum að breyta,“ sagði Þórólfur.


Tengdar fréttir

Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum.

744 greindust innan­lands í gær

744 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 298 af þeim 744 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 40 prósent. 446 voru utan sóttkvíar, eða 60 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×