Klopp áfram pirraður yfir álaginu yfir hátíðirnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2021 07:01 Jürgen Klopp útskýrir hér fyrir Paul Tierney að hann nenni einfaldlega ekki að spila bæði 26. og 28. desember. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, virðist seint ætla að venjast því álagi sem fylgir því að vera hluti af enskri knattspyrnuhefð yfir jólahátíðina. „Að spila 26. og 28. desember er bara ekki rétt, ég segi það af því það er sannleikurinn. Ég tel að það sé hægt að finna lausn á þessu, það er ekki það flókið að spila fótbolta með breyttu sniði.“ „Spila 26. og 29. desember til að mynda, sum lið eru að því. Manchester United spila í kvöld og ég veit ekki hvenær þeir eiga næsta leik, eflaust ekki 29. desember,“ byrjaði Klopp á því að segja á blaðamannafundi og hélt svo áfram. "If we don't discuss it, it just stays like this."#LFC manager Jurgen Klopp has once again called into question playing football on Boxing Day and the 28th December and says that players need help when it comes to the fixture schedule pic.twitter.com/DF6NyGyRP3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 27, 2021 „Það er því nóg af dögum til að spila. Tala nú ekki um Covid-19, það er ljóst að sum lið eiga við Covid-vandamál að stríða nú en samt er litlum hóp leikmanna flýtt í gegnum tvo leiki. Þú þarft heppni á svona stundum og það ætti ekki að þurfa heppni í fótbolta.“ „Að spila á öðrum degi jóla er ekki vandamál, við viljum allir spila þá. Það er frábær hefð, allir elska það. Frábært fyrir leikmenn, stuðningsfólk og alla aðra. En svo eftir það er bara haldið áfram.“ „Ef við ræðum þetta ekki þá breytist ekkert, kannski verður það samt svona en leikmennirnir þurfa hjálp og sú hjálp þarf að koma frá öðrum en þjálfurum félaganna,“ sagði Klopp að endingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við gagnrýni Klopp og annarra stjóra ensku úrvalsdeildarinnar yfir miklu álagi. Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, er einn þeirra. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, sex stigum á eftir toppliði Manchester City sem hefur leikið einum leik meira. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
„Að spila 26. og 28. desember er bara ekki rétt, ég segi það af því það er sannleikurinn. Ég tel að það sé hægt að finna lausn á þessu, það er ekki það flókið að spila fótbolta með breyttu sniði.“ „Spila 26. og 29. desember til að mynda, sum lið eru að því. Manchester United spila í kvöld og ég veit ekki hvenær þeir eiga næsta leik, eflaust ekki 29. desember,“ byrjaði Klopp á því að segja á blaðamannafundi og hélt svo áfram. "If we don't discuss it, it just stays like this."#LFC manager Jurgen Klopp has once again called into question playing football on Boxing Day and the 28th December and says that players need help when it comes to the fixture schedule pic.twitter.com/DF6NyGyRP3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 27, 2021 „Það er því nóg af dögum til að spila. Tala nú ekki um Covid-19, það er ljóst að sum lið eiga við Covid-vandamál að stríða nú en samt er litlum hóp leikmanna flýtt í gegnum tvo leiki. Þú þarft heppni á svona stundum og það ætti ekki að þurfa heppni í fótbolta.“ „Að spila á öðrum degi jóla er ekki vandamál, við viljum allir spila þá. Það er frábær hefð, allir elska það. Frábært fyrir leikmenn, stuðningsfólk og alla aðra. En svo eftir það er bara haldið áfram.“ „Ef við ræðum þetta ekki þá breytist ekkert, kannski verður það samt svona en leikmennirnir þurfa hjálp og sú hjálp þarf að koma frá öðrum en þjálfurum félaganna,“ sagði Klopp að endingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við gagnrýni Klopp og annarra stjóra ensku úrvalsdeildarinnar yfir miklu álagi. Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, er einn þeirra. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, sex stigum á eftir toppliði Manchester City sem hefur leikið einum leik meira.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira