Innlögnum ekki að fjölga Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 11:39 Fjórir eru í öndunarvél vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Innlögnum er ekki farið að fjölga á Landspítala þrátt fyrir gífurlega útbreiðslu omíkron-afbrigðisins. Um 1400 manns hafa greinst með veiruna á síðustu þremur dögum en talið er að jákvæðum niðurstöðum fjölgi á næstu virku dögum. Hvert metið er slegið á fætur öðru í fjölda þeirra sem greinast með veiruna þessa dagana. Sérlega löng röð var í sýnatöku í morgun þar sem fólk þurfti að bíða í vel á annan tíma eftir að komast í PCR-próf. 463 greindust í gær með veiruna á jóladag, en ekki er gefið upp af hve mörgum sýnum. Um 8.600 manns eru í einangrun eða sóttkví, um 2,5 prósent þjóðarinnar. Álagið á Landspítala er þó á þessari stundu viðráðanlegt. „En ef að líkum lætur myndum við fara að sjá frá þessum degi og fram næstu viku mikla aukningu í innlögnum ef okkar reynsla verður sú sama og erlendis. En það hefur ekki raungerst enn þá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.Vísir/Sigurjón Um 100 starfsmenn á spítalanum eru í einangrun eða sóttkví, sem þyngir róðurinn töluvert að sögn Más. 10 liggja á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og þar af eru fimm á gjörgæslu. Allir á gjörgæslu eru í öndunarvél, nema einn. „Við erum með skilgreind fjórtán, fimmtán gjörgæslupláss og fimm þeirra eru tekin af þessu. Þannig að það eru mestu þyngslin og bítur mest í. En svo er það bara óvissan um það hvað verður mikil þörf fyrir innlagnir að öðru leyti,“ segir Már. Nú eru ýmsar raddir í samfélaginu, sem eru að segja, nú eru jól hérna, við erum í takmörkunum þegar það er ekkert raunverulegt neyðarástand svo að segja, við ættum að aflétta þessu öllu, fyrir þig sem ert þarna inni, hvað myndir þú segja við slíku? „Ég held að það væri óráðlegt að aflétta þessu öllu strax. Það er fólk sem hefur unnið baki brotnu núna yfir jól, til þess að samborgarar geti þó allavega notið heilbrigðis. Þannig að ég held að það væri mjög misráðið, því þá myndi þetta væntanlega fara algerlega óheft um og það er held ég bara enn of stór biti fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Hvert metið er slegið á fætur öðru í fjölda þeirra sem greinast með veiruna þessa dagana. Sérlega löng röð var í sýnatöku í morgun þar sem fólk þurfti að bíða í vel á annan tíma eftir að komast í PCR-próf. 463 greindust í gær með veiruna á jóladag, en ekki er gefið upp af hve mörgum sýnum. Um 8.600 manns eru í einangrun eða sóttkví, um 2,5 prósent þjóðarinnar. Álagið á Landspítala er þó á þessari stundu viðráðanlegt. „En ef að líkum lætur myndum við fara að sjá frá þessum degi og fram næstu viku mikla aukningu í innlögnum ef okkar reynsla verður sú sama og erlendis. En það hefur ekki raungerst enn þá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.Vísir/Sigurjón Um 100 starfsmenn á spítalanum eru í einangrun eða sóttkví, sem þyngir róðurinn töluvert að sögn Más. 10 liggja á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og þar af eru fimm á gjörgæslu. Allir á gjörgæslu eru í öndunarvél, nema einn. „Við erum með skilgreind fjórtán, fimmtán gjörgæslupláss og fimm þeirra eru tekin af þessu. Þannig að það eru mestu þyngslin og bítur mest í. En svo er það bara óvissan um það hvað verður mikil þörf fyrir innlagnir að öðru leyti,“ segir Már. Nú eru ýmsar raddir í samfélaginu, sem eru að segja, nú eru jól hérna, við erum í takmörkunum þegar það er ekkert raunverulegt neyðarástand svo að segja, við ættum að aflétta þessu öllu, fyrir þig sem ert þarna inni, hvað myndir þú segja við slíku? „Ég held að það væri óráðlegt að aflétta þessu öllu strax. Það er fólk sem hefur unnið baki brotnu núna yfir jól, til þess að samborgarar geti þó allavega notið heilbrigðis. Þannig að ég held að það væri mjög misráðið, því þá myndi þetta væntanlega fara algerlega óheft um og það er held ég bara enn of stór biti fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira