Innlögnum ekki að fjölga Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 11:39 Fjórir eru í öndunarvél vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Innlögnum er ekki farið að fjölga á Landspítala þrátt fyrir gífurlega útbreiðslu omíkron-afbrigðisins. Um 1400 manns hafa greinst með veiruna á síðustu þremur dögum en talið er að jákvæðum niðurstöðum fjölgi á næstu virku dögum. Hvert metið er slegið á fætur öðru í fjölda þeirra sem greinast með veiruna þessa dagana. Sérlega löng röð var í sýnatöku í morgun þar sem fólk þurfti að bíða í vel á annan tíma eftir að komast í PCR-próf. 463 greindust í gær með veiruna á jóladag, en ekki er gefið upp af hve mörgum sýnum. Um 8.600 manns eru í einangrun eða sóttkví, um 2,5 prósent þjóðarinnar. Álagið á Landspítala er þó á þessari stundu viðráðanlegt. „En ef að líkum lætur myndum við fara að sjá frá þessum degi og fram næstu viku mikla aukningu í innlögnum ef okkar reynsla verður sú sama og erlendis. En það hefur ekki raungerst enn þá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.Vísir/Sigurjón Um 100 starfsmenn á spítalanum eru í einangrun eða sóttkví, sem þyngir róðurinn töluvert að sögn Más. 10 liggja á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og þar af eru fimm á gjörgæslu. Allir á gjörgæslu eru í öndunarvél, nema einn. „Við erum með skilgreind fjórtán, fimmtán gjörgæslupláss og fimm þeirra eru tekin af þessu. Þannig að það eru mestu þyngslin og bítur mest í. En svo er það bara óvissan um það hvað verður mikil þörf fyrir innlagnir að öðru leyti,“ segir Már. Nú eru ýmsar raddir í samfélaginu, sem eru að segja, nú eru jól hérna, við erum í takmörkunum þegar það er ekkert raunverulegt neyðarástand svo að segja, við ættum að aflétta þessu öllu, fyrir þig sem ert þarna inni, hvað myndir þú segja við slíku? „Ég held að það væri óráðlegt að aflétta þessu öllu strax. Það er fólk sem hefur unnið baki brotnu núna yfir jól, til þess að samborgarar geti þó allavega notið heilbrigðis. Þannig að ég held að það væri mjög misráðið, því þá myndi þetta væntanlega fara algerlega óheft um og það er held ég bara enn of stór biti fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Hvert metið er slegið á fætur öðru í fjölda þeirra sem greinast með veiruna þessa dagana. Sérlega löng röð var í sýnatöku í morgun þar sem fólk þurfti að bíða í vel á annan tíma eftir að komast í PCR-próf. 463 greindust í gær með veiruna á jóladag, en ekki er gefið upp af hve mörgum sýnum. Um 8.600 manns eru í einangrun eða sóttkví, um 2,5 prósent þjóðarinnar. Álagið á Landspítala er þó á þessari stundu viðráðanlegt. „En ef að líkum lætur myndum við fara að sjá frá þessum degi og fram næstu viku mikla aukningu í innlögnum ef okkar reynsla verður sú sama og erlendis. En það hefur ekki raungerst enn þá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.Vísir/Sigurjón Um 100 starfsmenn á spítalanum eru í einangrun eða sóttkví, sem þyngir róðurinn töluvert að sögn Más. 10 liggja á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og þar af eru fimm á gjörgæslu. Allir á gjörgæslu eru í öndunarvél, nema einn. „Við erum með skilgreind fjórtán, fimmtán gjörgæslupláss og fimm þeirra eru tekin af þessu. Þannig að það eru mestu þyngslin og bítur mest í. En svo er það bara óvissan um það hvað verður mikil þörf fyrir innlagnir að öðru leyti,“ segir Már. Nú eru ýmsar raddir í samfélaginu, sem eru að segja, nú eru jól hérna, við erum í takmörkunum þegar það er ekkert raunverulegt neyðarástand svo að segja, við ættum að aflétta þessu öllu, fyrir þig sem ert þarna inni, hvað myndir þú segja við slíku? „Ég held að það væri óráðlegt að aflétta þessu öllu strax. Það er fólk sem hefur unnið baki brotnu núna yfir jól, til þess að samborgarar geti þó allavega notið heilbrigðis. Þannig að ég held að það væri mjög misráðið, því þá myndi þetta væntanlega fara algerlega óheft um og það er held ég bara enn of stór biti fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira