Erlent

Vopnaður maður hand­tekinn þar sem drottningin dvelur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Drottningin ver þessum jólum í Windsor-kastala, steinsnar frá heimili sínu. Skokkarinn á myndinni er ekki maðurinn sem var handtekinn.
Drottningin ver þessum jólum í Windsor-kastala, steinsnar frá heimili sínu. Skokkarinn á myndinni er ekki maðurinn sem var handtekinn. AP/Alastair Grant

Breska lögreglan handtók í gær vopnaðan mann á lóð Windsor-kastala, þar sem Elísabet Englandsdrottning hefur dvalið um jólin.

Breska ríkisútvarpið segir frá því að maðurinn sé grunaður um að hafa í óleyfi farið inn á verndað svæði, sem og vopnalagabrot. Þó kemur ekki fram hvers konar vopn maðurinn, sem er nítján ára, var með.

Lögregla segir hann ekki hafa komist inn í neinar byggingar og að hann hafi fundist nokkrum andartökum eftir að hann fór inn á lóðina. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Thames Valley.

Elísabet Englandsdrottning dvelur í Windsor-kastala yfir þessi jól, en kastalinn er um 35 kílómetra frá Buckingham-höll í London, þar sem hún býr. Venjulega dvelst drottningin þó í þriðju fasteigninni um jólin, í Sandringham í Norfolk. Vegna kórónuveirunnar þótti það þó ekki ráðlegt, að því er fram kemur í umfjöllun BBC.

Elísabet Englandsdrottning flutti árlegt jólaávarp sitt á Þorláksmessu, sem að þessu sinni fór fram í Windsor-kastala. Þar minntist hún meðal annars Filippusar eiginmannns síns, sem lést fyrr á þessu ári. Til vinstri við hana má sjá mynd af þeim hjónum.AP/Victoria Jones


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×