Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 15:06 Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli Foto: RAX/RAX Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. Skjálftinn mældist á 3,4 kílómetra dýpi suðsuðaustur af Fagradalsfjalli, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið, eða um mínútu síðar, sem mældist 4,0 að stærð samkvæmt vef Veðurstofunnar. Hann mældist á rétt rúmlega eins kílómetra dýpi suðaustur af Fagradalsfjalli. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að skjálftahrinan virðist vera söm við sig. „Þetta byrjaði að taka sig upp aftur upp úr hádegi og svo bættist meira í við hádegi. Svo kom þessi stóri 4,7 og eftirskjálfti upp á 4,0 núna upp úr klukkan þrjú. Skjálftavirkni liggur enn við Stóra-Hrút við Fagradalsfjall og hún virðist ekki vera að færast út fyrir sprungusvæðið í Geldingadölum. Mesta skjálftavirknin er nálægt stóra gígnum,“ segir Bjarki en bætir við að engin merki séu um gosóróa séu sem komið er. Mikil skjálftavirkni í nótt Skjálftahrina hefur staðið yfir á suðvesturhorni landsins síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttamann morgun að aðdragandi svipaði mjög til eldgossins í Fagradalsfjalli en óvíst er hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Skömmu eftir miðnætti í nótt mældist skjálfti 3,1 að stærð en um tveimur tímum síðar mældist annar skjálfti sem var 3,4 að stærð. Þúsund jarðskjálftar höfðu mælst frá miðnætti þegar fréttamaður ræddi við vakthafandi náttúruvársérfræðing klukkan sjö í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Skjálftinn mældist á 3,4 kílómetra dýpi suðsuðaustur af Fagradalsfjalli, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið, eða um mínútu síðar, sem mældist 4,0 að stærð samkvæmt vef Veðurstofunnar. Hann mældist á rétt rúmlega eins kílómetra dýpi suðaustur af Fagradalsfjalli. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að skjálftahrinan virðist vera söm við sig. „Þetta byrjaði að taka sig upp aftur upp úr hádegi og svo bættist meira í við hádegi. Svo kom þessi stóri 4,7 og eftirskjálfti upp á 4,0 núna upp úr klukkan þrjú. Skjálftavirkni liggur enn við Stóra-Hrút við Fagradalsfjall og hún virðist ekki vera að færast út fyrir sprungusvæðið í Geldingadölum. Mesta skjálftavirknin er nálægt stóra gígnum,“ segir Bjarki en bætir við að engin merki séu um gosóróa séu sem komið er. Mikil skjálftavirkni í nótt Skjálftahrina hefur staðið yfir á suðvesturhorni landsins síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttamann morgun að aðdragandi svipaði mjög til eldgossins í Fagradalsfjalli en óvíst er hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Skömmu eftir miðnætti í nótt mældist skjálfti 3,1 að stærð en um tveimur tímum síðar mældist annar skjálfti sem var 3,4 að stærð. Þúsund jarðskjálftar höfðu mælst frá miðnætti þegar fréttamaður ræddi við vakthafandi náttúruvársérfræðing klukkan sjö í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira