Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 15:06 Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli Foto: RAX/RAX Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. Skjálftinn mældist á 3,4 kílómetra dýpi suðsuðaustur af Fagradalsfjalli, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið, eða um mínútu síðar, sem mældist 4,0 að stærð samkvæmt vef Veðurstofunnar. Hann mældist á rétt rúmlega eins kílómetra dýpi suðaustur af Fagradalsfjalli. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að skjálftahrinan virðist vera söm við sig. „Þetta byrjaði að taka sig upp aftur upp úr hádegi og svo bættist meira í við hádegi. Svo kom þessi stóri 4,7 og eftirskjálfti upp á 4,0 núna upp úr klukkan þrjú. Skjálftavirkni liggur enn við Stóra-Hrút við Fagradalsfjall og hún virðist ekki vera að færast út fyrir sprungusvæðið í Geldingadölum. Mesta skjálftavirknin er nálægt stóra gígnum,“ segir Bjarki en bætir við að engin merki séu um gosóróa séu sem komið er. Mikil skjálftavirkni í nótt Skjálftahrina hefur staðið yfir á suðvesturhorni landsins síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttamann morgun að aðdragandi svipaði mjög til eldgossins í Fagradalsfjalli en óvíst er hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Skömmu eftir miðnætti í nótt mældist skjálfti 3,1 að stærð en um tveimur tímum síðar mældist annar skjálfti sem var 3,4 að stærð. Þúsund jarðskjálftar höfðu mælst frá miðnætti þegar fréttamaður ræddi við vakthafandi náttúruvársérfræðing klukkan sjö í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Skjálftinn mældist á 3,4 kílómetra dýpi suðsuðaustur af Fagradalsfjalli, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið, eða um mínútu síðar, sem mældist 4,0 að stærð samkvæmt vef Veðurstofunnar. Hann mældist á rétt rúmlega eins kílómetra dýpi suðaustur af Fagradalsfjalli. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að skjálftahrinan virðist vera söm við sig. „Þetta byrjaði að taka sig upp aftur upp úr hádegi og svo bættist meira í við hádegi. Svo kom þessi stóri 4,7 og eftirskjálfti upp á 4,0 núna upp úr klukkan þrjú. Skjálftavirkni liggur enn við Stóra-Hrút við Fagradalsfjall og hún virðist ekki vera að færast út fyrir sprungusvæðið í Geldingadölum. Mesta skjálftavirknin er nálægt stóra gígnum,“ segir Bjarki en bætir við að engin merki séu um gosóróa séu sem komið er. Mikil skjálftavirkni í nótt Skjálftahrina hefur staðið yfir á suðvesturhorni landsins síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttamann morgun að aðdragandi svipaði mjög til eldgossins í Fagradalsfjalli en óvíst er hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Skömmu eftir miðnætti í nótt mældist skjálfti 3,1 að stærð en um tveimur tímum síðar mældist annar skjálfti sem var 3,4 að stærð. Þúsund jarðskjálftar höfðu mælst frá miðnætti þegar fréttamaður ræddi við vakthafandi náttúruvársérfræðing klukkan sjö í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira