Íslenski boltinn

Arnar lét músa­ganginn ekki hrella sig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurður Már, myndatökumaður, reyndi að hrekja músina á brott en Arnar hafði ekkert tekið eftir óboðna gestinum.
Sigurður Már, myndatökumaður, reyndi að hrekja músina á brott en Arnar hafði ekkert tekið eftir óboðna gestinum. Stöð 2 Sport

Það þarf meira en smá músagang til að hrella Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Íslands- og bikarmeistara Víkings.

Rætt var við Arnar fyrir þættina „Víkingar: Fullkominn endir“ þar sem farið er yfir ótrúlegan lokakafla Pepsi Max-deildar karla þar sem Víkingar standa uppi sem sigurvegarar sem og úrslitaleik bikarsins sem Víkingar unnu líka.

Ásamt því að birta myndefni úr leikjum sumarsins sem og myndefni frá fyrri árum voru ýmis viðtöl tekin við leikmenn Víkinga sem og þjálfarann Arnar Gunnlaugsson. 

Viðtölin voru tekin upp í húsi í Heiðmörk og tókst litlum óboðnum leynigest að mæta á svæðið er Arnar var að ræða hvað hafði hvatt Víkinga í að láta drauma sína verða að veruleika.

Klippa: Arnar lét músaganginn ekki hrella sig

Þetta skondna atvik má sjá í spilaranum hér að ofan en ásamt Arnari voru Gunnlaugur Jónsson og Sigurður Már Davíðsson, kvikmyndatökumaður, á staðnum.

Lokaþáttur „Víkingar: Fullkominn endir“ verður sýndur klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport á morgun, Jóladag, og svo klukkan 20.10 á sunnudag, annan í jólum.


Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.