Öllum leiksýningum og tónleikum aflýst yfir jólin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2021 12:15 Kardimommubærinn. Þjóðleikhúsið Helstu sviðslistahús landsins hafa ákveðið að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum um jólin. Lokunin gildir að minnsta kosti fram að áramótum en undatekning verður þó gerð vegna tónleika sem fram fara í Hörpu í dag og vegna ferðamannaviðburða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAVÍST en undir hana rita Magnús Geir Þórðarson, fyrir Þjóðleikhúsið, Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Borgarleihúsið, Svanhildur Konráðsdóttir fyrir Hörpu, Lára Sóley Jóhannsdóttir fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Steinunn Birna Ragnarsdóttir fyrir Íslensku óperuna, Erna Ómarsdóttir fyrir Íslenska dansflokkinn, Stefán Eiríksson fyrir RÚV, Friðrik Friðriksson fyrir Tjarnarbíó og Þuríður Helga Kristjánsdóttir fyrir MAK. „Stofnanir og menningarhús sem vinna saman undir merkjum SAVÍST hafa unnið náið með stjórnvöldum, gætt þess að fara að fyrirmælum til hins ítrasta og kappkostað að bjóða upp á öruggt og ábyrgt viðburðahald. Takmarkanir hafa verið af ýmsum toga síðustu tuttugu mánuði, allt frá algeru samkomubanni til tiltölulega lítið íþyngjandi takmarkana á stundum. Frá því faraldurinn skall á eru engin dæmi þess að smit hafi orðið á milli gesta á sitjandi menningarviðburði á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu SAVÍST. Nú hafi aðgerðir hins vegar verið hertar verulega og í gær hafi komið í ljós að menningarhúsin fái ekki undanþágu frá eins metra fjarlægðarreglunni þrátt fyrir að allir framvísi hraðprófi, sitji með grímur í númeruðum sætum, fjöldatakmörk í hólfum og bann við áfengissölu. „Í ljósi þessa sjá menningarhúsin sér ekki annað fært en að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum sem stóðu fyrir dyrum – að minnsta kosti fram að áramótum. Undantekningin frá þessu eru tónleikar í Hörpu í dag Þorláksmessu og ferðamannaviðburðir yfir hátíðirnar enda húsið opið almenningi.“ Forsvarsmenn menningarhúsanna segja það hryggja starfsmenn að geta ekki mætt gestum á fyrirhugðum viðburðum, enda hátíðlegt og gefandi að ljóta leiksýninga og tónleika yfir hátíðirnar. Uppselt sé á nær alla viðburði. Miðasölur muni hafa samband við miðahafa og bjóða nýjar dagsetningar um leið og færi gefst. „Savíst harmar að þurfa að taka þessa ákvörðun en hún er því miður óhjákvæmileg í ljósi erfiðra aðstæðna. Það er okkar einlæg von að við sem samfélag náum að snúa við þróun mála í yfirstandandi heimsfaraldri á sem skemmstum tíma með því að fylgja vel þeim reglum sem felast í núverandi reglugerð. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til að hittast aftur saman í salnum, örugg og frísk!“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAVÍST en undir hana rita Magnús Geir Þórðarson, fyrir Þjóðleikhúsið, Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Borgarleihúsið, Svanhildur Konráðsdóttir fyrir Hörpu, Lára Sóley Jóhannsdóttir fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Steinunn Birna Ragnarsdóttir fyrir Íslensku óperuna, Erna Ómarsdóttir fyrir Íslenska dansflokkinn, Stefán Eiríksson fyrir RÚV, Friðrik Friðriksson fyrir Tjarnarbíó og Þuríður Helga Kristjánsdóttir fyrir MAK. „Stofnanir og menningarhús sem vinna saman undir merkjum SAVÍST hafa unnið náið með stjórnvöldum, gætt þess að fara að fyrirmælum til hins ítrasta og kappkostað að bjóða upp á öruggt og ábyrgt viðburðahald. Takmarkanir hafa verið af ýmsum toga síðustu tuttugu mánuði, allt frá algeru samkomubanni til tiltölulega lítið íþyngjandi takmarkana á stundum. Frá því faraldurinn skall á eru engin dæmi þess að smit hafi orðið á milli gesta á sitjandi menningarviðburði á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu SAVÍST. Nú hafi aðgerðir hins vegar verið hertar verulega og í gær hafi komið í ljós að menningarhúsin fái ekki undanþágu frá eins metra fjarlægðarreglunni þrátt fyrir að allir framvísi hraðprófi, sitji með grímur í númeruðum sætum, fjöldatakmörk í hólfum og bann við áfengissölu. „Í ljósi þessa sjá menningarhúsin sér ekki annað fært en að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum sem stóðu fyrir dyrum – að minnsta kosti fram að áramótum. Undantekningin frá þessu eru tónleikar í Hörpu í dag Þorláksmessu og ferðamannaviðburðir yfir hátíðirnar enda húsið opið almenningi.“ Forsvarsmenn menningarhúsanna segja það hryggja starfsmenn að geta ekki mætt gestum á fyrirhugðum viðburðum, enda hátíðlegt og gefandi að ljóta leiksýninga og tónleika yfir hátíðirnar. Uppselt sé á nær alla viðburði. Miðasölur muni hafa samband við miðahafa og bjóða nýjar dagsetningar um leið og færi gefst. „Savíst harmar að þurfa að taka þessa ákvörðun en hún er því miður óhjákvæmileg í ljósi erfiðra aðstæðna. Það er okkar einlæg von að við sem samfélag náum að snúa við þróun mála í yfirstandandi heimsfaraldri á sem skemmstum tíma með því að fylgja vel þeim reglum sem felast í núverandi reglugerð. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til að hittast aftur saman í salnum, örugg og frísk!“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira