Fótbolti

Arnór spilaði í tapi gegn Lazio

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson. Franco Romano/NurPhoto via Getty Images

Arnór Sigurðsson var eini Íslendingurinn í leikmannahópi Íslendingaliðs Venezia þegar liðið fékk Lazio í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Arnór hóf leik á bekknum en kom inná fyrir Ethan Ampadu á 74.mínútu. Þá var staðan í leiknum 1-2 fyrir Lazio.

Pedro, fyrrum leikmaður Barcelona og Chelsea, kom Lazio í forystu snemma leiks. Francesco Forte jafnaði metin fyrir Venezia eftir hálftíma leik og fóru liðin með jafna stöðu í leikhléið.

Francesco Acerbi kom Lazio í forystu strax í upphafi síðari hálfleiks og ekki vænkaðist hagur heimamanna þegar Tanner Tessman fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Liðsmuninn nýttu gestirnir sér til að gulltryggja sigurinn því Luiz Alberto kom Lazio í 1-3, nokkrum andartökum áður en dómari leiksins flautaði til leiksloka.

Venezia í 16.sæti deildarinnar, sex stigum frá fallsvæðinu og eru komnir í frí fram á nýtt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×