Ungabörn komust lífs af eftir flugferð með biblíu í baðkarinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2021 11:41 Kenny Sanford skoðar rústir íbúðar tengdamóður sinnar eftir óveðrið síðustu helgi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP/Mark Humphrey Fimmtán og þriggja mánaða gömul börn komust lífs af þegar fellibylur feykti húsi ömmu þeirra um koll í Kentucky síðustu helgi en amman hafði komið börnunum fyrir í baðkari þegar óveðrið gekk yfir og kann það að hafa bjargað lífi þeirra. Að minnsta kosti 72 létu lífið þegar fleiri en 40 fellibylir fóru yfir Kentucky og þá létust 20 til viðbótar í nágrannaríkjum. Meðal þeirra sem komust heilir á húfi undan óveðrinu var Clara Lutz, sem greindi fréttastöðinni WFIE-TV frá því að hún hefði komið barnabörnum sínum, Kaden 15 mánaða og Dallas 3 mánaða, fyrir í baðkari með teppi, kodda og biblíu. Skömmu síðar fór hús hennar í Hopkins-sýslu að hristast. „Það næsta sem ég vissi var að baðkarið tókst á loft og ég missti tak á því. Ég gat ekki haldið í það... ég bara... Guð minn góður,“ sagði Lutz. Lutz fékk vatnstank baðkarsins í höfuðið þegar fellibylurinn hrifsaði húsið af grunninum. Hún sagðist hafa leitað alls staðar í brakinu að barnabörnunum. „Allt sem ég gat gert var að segja: Guð, færðu mér börnin aftur heil á húfi. Gerðu það, ég bið þig.“ Hún fann að lokum baðkarið á hvolfi í garðinum og börnin lifandi undir því. Dallas var með kúlu á höfðinu og var flutt á sjúkrahús með heilablæðingu en blæðingin stoppaði áður en Lutz kom á spítalann. Amman sagði foreldra barnanna búa í norðurhluta sýslunnar og að húsið þeirra hefði næstum alveg sloppið undan óveðrinu. Guardian greindi frá. Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58 Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46 „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Að minnsta kosti 72 létu lífið þegar fleiri en 40 fellibylir fóru yfir Kentucky og þá létust 20 til viðbótar í nágrannaríkjum. Meðal þeirra sem komust heilir á húfi undan óveðrinu var Clara Lutz, sem greindi fréttastöðinni WFIE-TV frá því að hún hefði komið barnabörnum sínum, Kaden 15 mánaða og Dallas 3 mánaða, fyrir í baðkari með teppi, kodda og biblíu. Skömmu síðar fór hús hennar í Hopkins-sýslu að hristast. „Það næsta sem ég vissi var að baðkarið tókst á loft og ég missti tak á því. Ég gat ekki haldið í það... ég bara... Guð minn góður,“ sagði Lutz. Lutz fékk vatnstank baðkarsins í höfuðið þegar fellibylurinn hrifsaði húsið af grunninum. Hún sagðist hafa leitað alls staðar í brakinu að barnabörnunum. „Allt sem ég gat gert var að segja: Guð, færðu mér börnin aftur heil á húfi. Gerðu það, ég bið þig.“ Hún fann að lokum baðkarið á hvolfi í garðinum og börnin lifandi undir því. Dallas var með kúlu á höfðinu og var flutt á sjúkrahús með heilablæðingu en blæðingin stoppaði áður en Lutz kom á spítalann. Amman sagði foreldra barnanna búa í norðurhluta sýslunnar og að húsið þeirra hefði næstum alveg sloppið undan óveðrinu. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58 Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46 „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58
Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46
„Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56
Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55