Bielsa hrósar stuðningsmönnum Leeds í hástert Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. desember 2021 08:00 Bielsa á hliðarlínunni í gær. vísir/Getty Það hefur ekki gengið vel hjá Leeds United að undanförnu en stuðningsmenn liðsins standa þétt við bakið á sínum mönnum. Leeds steinlá fyrir Arsenal á heimavelli í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. „Hálfleikarnir voru mjög ólíkir. Þeir hefðu getað náð meiri forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik áttum við að skora meira en eitt mark og áttum ekki að fá á okkur mark,“ sagði Bielsa stjóri Leeds í leikslok. „Úrslitin eru sanngjörn. Þeir voru mun betri en við en við getum tekið hluti með okkur úr leiknum. Það er einfalt að greina þennan leik. Við náðum ekki að vinna af þeim boltann á þeirra vallarhelmingi. Jafnvel þótt við höfum pressað betur en við gerðum gegn Man City tókst okkur ekki að fá þá til að gera mistök. Þeir nýttu sér okkar mistök og því fór sem fór.“ Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Leeds að undanförnu en liðið fékk 7-0 skell gegn Manchester City á dögunum og hefur raunar ekki unnið leik í desembermánuði. „Ég get ekki litið framhjá því að okkur vantaði tíu leikmenn. Koch spilaði sinn fyrsta leik í fjóra mánuði og það var ekki gott fyrir okkur. Charlie Cresswell átti að spila en hann meiddist á öxl á æfingu á fimmtudag. Diego Llorente átti líka að spila en hann veiktist,“ sagði Bielsa. Stuðningsmenn Leeds eru ekki á því að snúa baki við liði sínu þrátt fyrir slæmt gengi og þeir sýndu það í verki í leikslok á Elland Road í gær þegar þeir sungu stuðningssöngva hástöfum þrátt fyrir stórt tap. „Þeir sýna það í verki hversu mikla ást þeir hafa á félaginu. Í dag eru lið aðallega studd þegar vel gengur en að finna fyrir þessum stuðningi eftir þriðja tapið í röð og eftir að hafa fengið 14 mörk á sig í þremur leikjum. Þetta lýsir stuðningsmönnum Leeds vel,“ sagði Bielsa. Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Leeds steinlá fyrir Arsenal á heimavelli í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. „Hálfleikarnir voru mjög ólíkir. Þeir hefðu getað náð meiri forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik áttum við að skora meira en eitt mark og áttum ekki að fá á okkur mark,“ sagði Bielsa stjóri Leeds í leikslok. „Úrslitin eru sanngjörn. Þeir voru mun betri en við en við getum tekið hluti með okkur úr leiknum. Það er einfalt að greina þennan leik. Við náðum ekki að vinna af þeim boltann á þeirra vallarhelmingi. Jafnvel þótt við höfum pressað betur en við gerðum gegn Man City tókst okkur ekki að fá þá til að gera mistök. Þeir nýttu sér okkar mistök og því fór sem fór.“ Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Leeds að undanförnu en liðið fékk 7-0 skell gegn Manchester City á dögunum og hefur raunar ekki unnið leik í desembermánuði. „Ég get ekki litið framhjá því að okkur vantaði tíu leikmenn. Koch spilaði sinn fyrsta leik í fjóra mánuði og það var ekki gott fyrir okkur. Charlie Cresswell átti að spila en hann meiddist á öxl á æfingu á fimmtudag. Diego Llorente átti líka að spila en hann veiktist,“ sagði Bielsa. Stuðningsmenn Leeds eru ekki á því að snúa baki við liði sínu þrátt fyrir slæmt gengi og þeir sýndu það í verki í leikslok á Elland Road í gær þegar þeir sungu stuðningssöngva hástöfum þrátt fyrir stórt tap. „Þeir sýna það í verki hversu mikla ást þeir hafa á félaginu. Í dag eru lið aðallega studd þegar vel gengur en að finna fyrir þessum stuðningi eftir þriðja tapið í röð og eftir að hafa fengið 14 mörk á sig í þremur leikjum. Þetta lýsir stuðningsmönnum Leeds vel,“ sagði Bielsa.
Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira