Bielsa hrósar stuðningsmönnum Leeds í hástert Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. desember 2021 08:00 Bielsa á hliðarlínunni í gær. vísir/Getty Það hefur ekki gengið vel hjá Leeds United að undanförnu en stuðningsmenn liðsins standa þétt við bakið á sínum mönnum. Leeds steinlá fyrir Arsenal á heimavelli í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. „Hálfleikarnir voru mjög ólíkir. Þeir hefðu getað náð meiri forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik áttum við að skora meira en eitt mark og áttum ekki að fá á okkur mark,“ sagði Bielsa stjóri Leeds í leikslok. „Úrslitin eru sanngjörn. Þeir voru mun betri en við en við getum tekið hluti með okkur úr leiknum. Það er einfalt að greina þennan leik. Við náðum ekki að vinna af þeim boltann á þeirra vallarhelmingi. Jafnvel þótt við höfum pressað betur en við gerðum gegn Man City tókst okkur ekki að fá þá til að gera mistök. Þeir nýttu sér okkar mistök og því fór sem fór.“ Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Leeds að undanförnu en liðið fékk 7-0 skell gegn Manchester City á dögunum og hefur raunar ekki unnið leik í desembermánuði. „Ég get ekki litið framhjá því að okkur vantaði tíu leikmenn. Koch spilaði sinn fyrsta leik í fjóra mánuði og það var ekki gott fyrir okkur. Charlie Cresswell átti að spila en hann meiddist á öxl á æfingu á fimmtudag. Diego Llorente átti líka að spila en hann veiktist,“ sagði Bielsa. Stuðningsmenn Leeds eru ekki á því að snúa baki við liði sínu þrátt fyrir slæmt gengi og þeir sýndu það í verki í leikslok á Elland Road í gær þegar þeir sungu stuðningssöngva hástöfum þrátt fyrir stórt tap. „Þeir sýna það í verki hversu mikla ást þeir hafa á félaginu. Í dag eru lið aðallega studd þegar vel gengur en að finna fyrir þessum stuðningi eftir þriðja tapið í röð og eftir að hafa fengið 14 mörk á sig í þremur leikjum. Þetta lýsir stuðningsmönnum Leeds vel,“ sagði Bielsa. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Leeds steinlá fyrir Arsenal á heimavelli í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. „Hálfleikarnir voru mjög ólíkir. Þeir hefðu getað náð meiri forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik áttum við að skora meira en eitt mark og áttum ekki að fá á okkur mark,“ sagði Bielsa stjóri Leeds í leikslok. „Úrslitin eru sanngjörn. Þeir voru mun betri en við en við getum tekið hluti með okkur úr leiknum. Það er einfalt að greina þennan leik. Við náðum ekki að vinna af þeim boltann á þeirra vallarhelmingi. Jafnvel þótt við höfum pressað betur en við gerðum gegn Man City tókst okkur ekki að fá þá til að gera mistök. Þeir nýttu sér okkar mistök og því fór sem fór.“ Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Leeds að undanförnu en liðið fékk 7-0 skell gegn Manchester City á dögunum og hefur raunar ekki unnið leik í desembermánuði. „Ég get ekki litið framhjá því að okkur vantaði tíu leikmenn. Koch spilaði sinn fyrsta leik í fjóra mánuði og það var ekki gott fyrir okkur. Charlie Cresswell átti að spila en hann meiddist á öxl á æfingu á fimmtudag. Diego Llorente átti líka að spila en hann veiktist,“ sagði Bielsa. Stuðningsmenn Leeds eru ekki á því að snúa baki við liði sínu þrátt fyrir slæmt gengi og þeir sýndu það í verki í leikslok á Elland Road í gær þegar þeir sungu stuðningssöngva hástöfum þrátt fyrir stórt tap. „Þeir sýna það í verki hversu mikla ást þeir hafa á félaginu. Í dag eru lið aðallega studd þegar vel gengur en að finna fyrir þessum stuðningi eftir þriðja tapið í röð og eftir að hafa fengið 14 mörk á sig í þremur leikjum. Þetta lýsir stuðningsmönnum Leeds vel,“ sagði Bielsa.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira