Fótbolti

Dortmund tapaði í Berlín og staða Bæjara styrkist

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vonbrigði í Berlín.
Vonbrigði í Berlín. vísir/Getty

Borussia Dortmund er að gefa eftir í baráttunni um efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Dortmund heimsótti Hertha Berlin í síðasta leik dagsins í Bundesligunni og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að missa Bayern Munchen ekki of langt fram úr á toppi deildarinnar.

Julian Brandt kom Dortmund í forystu eftir hálftíma leik og fóru gestirnir því með eins marks forystu í leikhléið.

Það voru hins vegar heimamenn sem tóku öll völd í síðari hálfleik. Ishak Belfodil jafnaði metin á 51.mínútu og tvenna frá Myziane Maolida kom Berlínarliðinu í 3-1 forystu áður en Steffen Tigges minnkaði muninn fyrir Dortmund, skömmu fyrir leikhlé.

Lokatölur því 3-2 fyrir Herthu og er Bayern Munchen því með níu stiga forystu á toppi deildarinnar í jólafríinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×