Roma valtaði yfir Atalanta á útivelli Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 18. desember 2021 16:00 Roma voru sterkari aðilinn í dag EPA-EFE/PAOLO MAGNI Atalanta og Roma mættust á heimavelli þess fyrnefnda í mikilvægum leik í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A, í dag. Bæði liðin ofarlega í töflunni og því skipti þessi leikur talsverðu máli. Atalanta sá aldrei til sólar og Roma vann öruggan sigur, 1-4. Fyrir leikinn var Atalanta í þriðja sætinu en Roma í því fimmta. Það lá því fyrir að Roma þyrfti helst að vinna þennan leik til þess að bilið milli liðanna yrði ekki of mikið. Liðsmenn Roma mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og það tók gestina úr höfuðborginni ekki nema rétt um 55 sekúndur að skora fyrsta markið og var þar að verki Tammy Abraham eftir gott einstaklingsfrmatak. 0-1 og flott byrjun Rómverja. Á 27. mínútu bætti Roma við forystuna. Atalanta tapaði boltanum klaufalega og skyndisókn Roma heppnaðist vel. Jordan Veretout og Nicolo Zaniolo léku vel saman þangað til að sá síðarnefndi var kominn einn gegn markverðinum og skoraði. Atalanta klóraði þó í bakkann þegar Bryan Cristante var svo óheppinn að skora sjálfsmark. Staðan 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Seven goals in his last six games.12 goals for the season.Tammy Abraham is flying at Roma. pic.twitter.com/uYIQtn2pvy— GOAL (@goal) December 18, 2021 Chris Smalling skoraði svo þriðja mark gestanna á 72. mínútu með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Veretout. 1-3, og staðan farin að líta illa út fyrir heimamenn sem voru orðnir örvæntingarfullir í sínum aðgerðum í sókninni. Í einni slíkri á 82. mínútu töpuðu Atalanta boltanum og eftir smávægilegt klafs komst boltinn að Tammy Abraham sem þrumaði boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark og leiknum lauk með 1-4 sigri Roma. Kærkomið fyrir Roma sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig en Atalanta er í því þriðja með 37. Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Fyrir leikinn var Atalanta í þriðja sætinu en Roma í því fimmta. Það lá því fyrir að Roma þyrfti helst að vinna þennan leik til þess að bilið milli liðanna yrði ekki of mikið. Liðsmenn Roma mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og það tók gestina úr höfuðborginni ekki nema rétt um 55 sekúndur að skora fyrsta markið og var þar að verki Tammy Abraham eftir gott einstaklingsfrmatak. 0-1 og flott byrjun Rómverja. Á 27. mínútu bætti Roma við forystuna. Atalanta tapaði boltanum klaufalega og skyndisókn Roma heppnaðist vel. Jordan Veretout og Nicolo Zaniolo léku vel saman þangað til að sá síðarnefndi var kominn einn gegn markverðinum og skoraði. Atalanta klóraði þó í bakkann þegar Bryan Cristante var svo óheppinn að skora sjálfsmark. Staðan 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Seven goals in his last six games.12 goals for the season.Tammy Abraham is flying at Roma. pic.twitter.com/uYIQtn2pvy— GOAL (@goal) December 18, 2021 Chris Smalling skoraði svo þriðja mark gestanna á 72. mínútu með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Veretout. 1-3, og staðan farin að líta illa út fyrir heimamenn sem voru orðnir örvæntingarfullir í sínum aðgerðum í sókninni. Í einni slíkri á 82. mínútu töpuðu Atalanta boltanum og eftir smávægilegt klafs komst boltinn að Tammy Abraham sem þrumaði boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark og leiknum lauk með 1-4 sigri Roma. Kærkomið fyrir Roma sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig en Atalanta er í því þriðja með 37.
Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira