Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 21:05 Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. „Þetta setur allt úr skorðum," segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segir dóttur sína, tengdason og barnabörn hafa ætlað að vera hjá sér um jólin og að ekkert verði nú úr því. Þá muni hún ekki geta hitt fjölskylduna alla á jóladag. „Þetta er hundleiðinlegt en lítið við þessu að gera. Ég vona bara að maður lifi önnur jól.“ Oddný sagðist hafa miklar áhyggjur af þingstörfum og sagði það ekki gott í miðri fjárlagaumræðu ef margir þingmenn eða heilu þingflokkarnir þyrftu í sóttkví eða einangrun. Minnst þrír þingmenn hafa greinst með Covid-19 í dag og áttu von á niðurstöðum úr skimun þegar Vísir ræddi við Birgir Ármanns, þingforseta fyrr í kvöld. Tveir þingmenn úr Viðreisn höfðu einnig greinst smitaðir. Sjá einnig: Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Oddný sagði frá því að hún hefði greinst með Covid-19 á Facebook í kvöld. Í Facebookfærslunni sagði Oddný að hún hefði fengið tvær sprautur og að hún vonaðist til þess að þær verðu hana gegn langvarandi og miklum veikindum. Hún sagðist nokkuð veik og með hita í samtali við Vísi. Vonandi yrði þau veikindi ekki verri. „Þetta eru mikil vonbrigði en getur komið fyrir mig eins og aðra. Maður verður bara að glíma við það," segir Oddný. Þá segir hún margt verra en að þurfa að vera í einangrun í hálfan mánuð, sleppi hún við lengri veikindi. „Ég vona bara að maður komist frá þessu og nái heilsu að nýju og passa mig að smita ekki aðra. Það er það sem maður verður að gera." Oddný sagðist einnig ekki ætla að leggjast í sjálfsvorkunn þó það væru jól og hún myndi nota tölvuna til að tala við fólkið sitt og búa til jólastemningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
„Þetta setur allt úr skorðum," segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segir dóttur sína, tengdason og barnabörn hafa ætlað að vera hjá sér um jólin og að ekkert verði nú úr því. Þá muni hún ekki geta hitt fjölskylduna alla á jóladag. „Þetta er hundleiðinlegt en lítið við þessu að gera. Ég vona bara að maður lifi önnur jól.“ Oddný sagðist hafa miklar áhyggjur af þingstörfum og sagði það ekki gott í miðri fjárlagaumræðu ef margir þingmenn eða heilu þingflokkarnir þyrftu í sóttkví eða einangrun. Minnst þrír þingmenn hafa greinst með Covid-19 í dag og áttu von á niðurstöðum úr skimun þegar Vísir ræddi við Birgir Ármanns, þingforseta fyrr í kvöld. Tveir þingmenn úr Viðreisn höfðu einnig greinst smitaðir. Sjá einnig: Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Oddný sagði frá því að hún hefði greinst með Covid-19 á Facebook í kvöld. Í Facebookfærslunni sagði Oddný að hún hefði fengið tvær sprautur og að hún vonaðist til þess að þær verðu hana gegn langvarandi og miklum veikindum. Hún sagðist nokkuð veik og með hita í samtali við Vísi. Vonandi yrði þau veikindi ekki verri. „Þetta eru mikil vonbrigði en getur komið fyrir mig eins og aðra. Maður verður bara að glíma við það," segir Oddný. Þá segir hún margt verra en að þurfa að vera í einangrun í hálfan mánuð, sleppi hún við lengri veikindi. „Ég vona bara að maður komist frá þessu og nái heilsu að nýju og passa mig að smita ekki aðra. Það er það sem maður verður að gera." Oddný sagðist einnig ekki ætla að leggjast í sjálfsvorkunn þó það væru jól og hún myndi nota tölvuna til að tala við fólkið sitt og búa til jólastemningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira