„Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2021 22:00 Enn er á huldu hvað varð af Guðmundi og Geirfinni Einarssyni sem hurfu sporlaust árið 1974. Leitað var að þeim víða meðal annars í Hafnarfjarðarhrauni. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu. Það var í september 2018 voru allir fimm sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Í janúar í fyrra samþykkti svo Alþingi frumvarp forsætisráðherra um 774 milljónir króna í miskabætur. Greiðslurnar voru á bilinu 15 til 224 milljónir króna en ekki voru allir sáttir við upphæðirnar. Sakborningar og aðstandendur vildu meira en þingmaður Sjálftæðisflokksins gagnrýndi háar upphæðir. Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar höfðuð mál og kröfðust hver um sig á annan milljarð króna í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið í öllum tilfellum. Landsréttur var á öðru máli í dag og dæmi Guðjóni og dánarbúi Kristjáns Viðars samanlagt rúmlega sex hundruð milljónir króna í bætur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, segir málsvörnum ríkisstjórnarinnar hafnað í öllum meginatriðum „Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti, bæði málsmeðferðin á sínum tíma, í fangelsinu, fyrir dómi og síðan má segja að ríkið fari líka illa út úr því hvernig það hefur hegðað sér í þessu dómsmáli með þessum vörnum sem voru sérkennilegar. Héraðsdómurinn fékk sínar áminningar hvernig hann stóð sig. Ég er ánægður með það,“ segir Ragnar. Hann segist ekki trúa upp á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta reyna á málið fyrir Hæstarétti. Undir það tekur Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars sem lést fyrr á árinu. „Þetta er söguleg stund í þessu máli sem hófst 1975 og vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021.“ Ríkið var sýknað af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á því tæknilega atriði að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður dánarbúsins, segir í samtali við fréttastofu vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera upp við dánarbú Tryggva á sömu forsendum. „Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við: „Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Það var í september 2018 voru allir fimm sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Í janúar í fyrra samþykkti svo Alþingi frumvarp forsætisráðherra um 774 milljónir króna í miskabætur. Greiðslurnar voru á bilinu 15 til 224 milljónir króna en ekki voru allir sáttir við upphæðirnar. Sakborningar og aðstandendur vildu meira en þingmaður Sjálftæðisflokksins gagnrýndi háar upphæðir. Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar höfðuð mál og kröfðust hver um sig á annan milljarð króna í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið í öllum tilfellum. Landsréttur var á öðru máli í dag og dæmi Guðjóni og dánarbúi Kristjáns Viðars samanlagt rúmlega sex hundruð milljónir króna í bætur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, segir málsvörnum ríkisstjórnarinnar hafnað í öllum meginatriðum „Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti, bæði málsmeðferðin á sínum tíma, í fangelsinu, fyrir dómi og síðan má segja að ríkið fari líka illa út úr því hvernig það hefur hegðað sér í þessu dómsmáli með þessum vörnum sem voru sérkennilegar. Héraðsdómurinn fékk sínar áminningar hvernig hann stóð sig. Ég er ánægður með það,“ segir Ragnar. Hann segist ekki trúa upp á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta reyna á málið fyrir Hæstarétti. Undir það tekur Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars sem lést fyrr á árinu. „Þetta er söguleg stund í þessu máli sem hófst 1975 og vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021.“ Ríkið var sýknað af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á því tæknilega atriði að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður dánarbúsins, segir í samtali við fréttastofu vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera upp við dánarbú Tryggva á sömu forsendum. „Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við: „Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira