Fótbolti

Eriksen farinn frá Inter

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christian Eriksen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Inter.
Christian Eriksen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Inter. getty/Claudio Villa

Ítalíumeistarar Inter og Christian Eriksen hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi Danans við félagið.

Inter greindi frá þessu í dag. Í frétt á heimasíðu félagsins er Eriksen þakkað fyrir framlag sitt til þess.

Danski miðilinn B.T. fullyrti að Eriksen fengi ekki krónu frá Inter vegna starfslokanna og muni þess í stað sækja sér bætur í gegnum tryggingar.

Eins og frægt er fór Eriksen í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar. Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan þá og samkvæmt reglum ítalska knattspyrnusambandsins má hann ekki spila fótbolta á Ítalíu með bjargráðinn sem hann fékk græddan í sig eftir hjartastoppið.

Inter keypti Eriksen frá Tottenham í lok janúar 2020. Hann lék sextíu leiki fyrir Inter og skoraði átta mörk. Eriksen varð ítalskur meistari með Inter á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×