Erlent

Skutu niður fyrsta skotmarkið í fjörutíu ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Bresk orrustuþota af gerðinni Typhoon.
Bresk orrustuþota af gerðinni Typhoon. EPA/LESZEK SZYMANSKI

Flugmaður orrustuþotu breska flughersins skaut nýverið niður dróna sem verið var að fljúga nærri herstöð í Sýrlandi. Þetta var í fyrsta sinn sem bresk orrustuþota skýtur niður skotmark frá því í Falklandseyjastríðinu fyrir tæpum fjörutíu árum.

Varnarmálaráðuneyti Bretlands tilkynnti atvikið í dag en það átti sér stað á þriðjudaginn nærri Al Tanf herstöðinni í Sýrlandi sem notuð er af bandalaginu gegn Íslamska ríkinu og þar á meðal Bretum og Bandaríkjamönnum.

Í frétt BBC segir að ekki sé búið að gefa upp hverjir flugu drónanum en Bretar segja þá aðila vera óvinveitta hryðjuverkamenn.

Verið var að fljúga tveimur Typhoon orrustuþotum nærri Kýpur þegar beiðni barst um að flugmennirnir könnuðu dróna sem verið væri að fljúga nærri herstöðinni. Dróninn var svo skotinn niður með Asraam-flugskeyti.

Í tilkynningu varnarmálaráðuneytis Bretlands er haft eftir Ben Wallace, varnarmálaráðherra, að atvikið sýni vel hve mikla getu flugher Bretlands búi yfir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.