Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 12:00 Viðar Örn Kjartansson í leiknum gegn Rúmeníu þar sem hann var mjög ánægður með frammistöðu sína í fyrri hálfleik. vísir/Hulda Margrét „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. Viðar var í byrjunarliði Íslands í fjórum heimaleikjum í haust, í undankeppni HM. Hann kom óvænt beint inn í byrjunarliðið gegn Rúmeníu í byrjun september, eftir að hafa verið kallaður inn í landsliðshópinn þegar Kolbeini Sigþórssyni var vikið úr hópnum. Viðar, sem er framherji Vålerenga í Noregi, hafði glímt við meiðsli í sumar og segist ekki hafa verið í neinu leikstandi þegar kom að leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóní í byrjun september. Þó þótti honum lágar einkunnir sínar í íslenskum miðlum ekki sanngjarnar: „Sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig“ „Mér fannst ég persónulega mjög góður í fyrri hálfleiknum á móti Rúmeníu og sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig. Ég var ekki góður á móti Makedóníu eins og allir í liðinu held ég,“ sagði Viðar við Fótbolta.net en hann er staddur hér á landi í jólafríi. „Mér er alveg sama hvað fólk segir og það skiptir mig engu máli, og ef þú ert með gagnrýni komdu þá með hana. Ég kem og er búinn að spila tvo leiki [með Vålerenga], ekki búinn að hlaupa í þrjá mánuði og æfa í tvær vikur, í engu leikstandi og enn smá haltrandi,“ sagði Viðar. „Aðstæður í landsliðinu voru ekki góðar og ég mæti og svara kallinu. Mér fannst þetta ganga fínt á móti Rúmeníu og fólk sem segir að ég hafi verið lélegur þarf að láta athuga sig líka. Við áttum miklu meira skilið úr þeim leik en svo kom Norður-Makedóníuleikurinn og hann var hörmulegur nema kannski síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði Viðar. Ummæli í viðtali hjálpuðu ekki til Hann virtist einnig setja út á þau ummæli þáverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara, Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrir leik á móti Rúmeníu að Viðar væri í hópnum vegna þess að það væri „vöntun á framherjum“. „Ég var bara ekki í formi til að spila þessa leiki og tala nú ekki um að það var búið að segja í viðtali að þú ert framherji númer fjögur, þá kemur þú ekkert með kassann út á Laugardalsvöll. Lélegur, góður eða hvort sem ég var, þá var þetta ekki alveg uppskriftin að því að spila vel,“ sagði Viðar. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Viðar var í byrjunarliði Íslands í fjórum heimaleikjum í haust, í undankeppni HM. Hann kom óvænt beint inn í byrjunarliðið gegn Rúmeníu í byrjun september, eftir að hafa verið kallaður inn í landsliðshópinn þegar Kolbeini Sigþórssyni var vikið úr hópnum. Viðar, sem er framherji Vålerenga í Noregi, hafði glímt við meiðsli í sumar og segist ekki hafa verið í neinu leikstandi þegar kom að leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóní í byrjun september. Þó þótti honum lágar einkunnir sínar í íslenskum miðlum ekki sanngjarnar: „Sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig“ „Mér fannst ég persónulega mjög góður í fyrri hálfleiknum á móti Rúmeníu og sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig. Ég var ekki góður á móti Makedóníu eins og allir í liðinu held ég,“ sagði Viðar við Fótbolta.net en hann er staddur hér á landi í jólafríi. „Mér er alveg sama hvað fólk segir og það skiptir mig engu máli, og ef þú ert með gagnrýni komdu þá með hana. Ég kem og er búinn að spila tvo leiki [með Vålerenga], ekki búinn að hlaupa í þrjá mánuði og æfa í tvær vikur, í engu leikstandi og enn smá haltrandi,“ sagði Viðar. „Aðstæður í landsliðinu voru ekki góðar og ég mæti og svara kallinu. Mér fannst þetta ganga fínt á móti Rúmeníu og fólk sem segir að ég hafi verið lélegur þarf að láta athuga sig líka. Við áttum miklu meira skilið úr þeim leik en svo kom Norður-Makedóníuleikurinn og hann var hörmulegur nema kannski síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði Viðar. Ummæli í viðtali hjálpuðu ekki til Hann virtist einnig setja út á þau ummæli þáverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara, Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrir leik á móti Rúmeníu að Viðar væri í hópnum vegna þess að það væri „vöntun á framherjum“. „Ég var bara ekki í formi til að spila þessa leiki og tala nú ekki um að það var búið að segja í viðtali að þú ert framherji númer fjögur, þá kemur þú ekkert með kassann út á Laugardalsvöll. Lélegur, góður eða hvort sem ég var, þá var þetta ekki alveg uppskriftin að því að spila vel,“ sagði Viðar.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira