Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 12:00 Viðar Örn Kjartansson í leiknum gegn Rúmeníu þar sem hann var mjög ánægður með frammistöðu sína í fyrri hálfleik. vísir/Hulda Margrét „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. Viðar var í byrjunarliði Íslands í fjórum heimaleikjum í haust, í undankeppni HM. Hann kom óvænt beint inn í byrjunarliðið gegn Rúmeníu í byrjun september, eftir að hafa verið kallaður inn í landsliðshópinn þegar Kolbeini Sigþórssyni var vikið úr hópnum. Viðar, sem er framherji Vålerenga í Noregi, hafði glímt við meiðsli í sumar og segist ekki hafa verið í neinu leikstandi þegar kom að leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóní í byrjun september. Þó þótti honum lágar einkunnir sínar í íslenskum miðlum ekki sanngjarnar: „Sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig“ „Mér fannst ég persónulega mjög góður í fyrri hálfleiknum á móti Rúmeníu og sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig. Ég var ekki góður á móti Makedóníu eins og allir í liðinu held ég,“ sagði Viðar við Fótbolta.net en hann er staddur hér á landi í jólafríi. „Mér er alveg sama hvað fólk segir og það skiptir mig engu máli, og ef þú ert með gagnrýni komdu þá með hana. Ég kem og er búinn að spila tvo leiki [með Vålerenga], ekki búinn að hlaupa í þrjá mánuði og æfa í tvær vikur, í engu leikstandi og enn smá haltrandi,“ sagði Viðar. „Aðstæður í landsliðinu voru ekki góðar og ég mæti og svara kallinu. Mér fannst þetta ganga fínt á móti Rúmeníu og fólk sem segir að ég hafi verið lélegur þarf að láta athuga sig líka. Við áttum miklu meira skilið úr þeim leik en svo kom Norður-Makedóníuleikurinn og hann var hörmulegur nema kannski síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði Viðar. Ummæli í viðtali hjálpuðu ekki til Hann virtist einnig setja út á þau ummæli þáverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara, Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrir leik á móti Rúmeníu að Viðar væri í hópnum vegna þess að það væri „vöntun á framherjum“. „Ég var bara ekki í formi til að spila þessa leiki og tala nú ekki um að það var búið að segja í viðtali að þú ert framherji númer fjögur, þá kemur þú ekkert með kassann út á Laugardalsvöll. Lélegur, góður eða hvort sem ég var, þá var þetta ekki alveg uppskriftin að því að spila vel,“ sagði Viðar. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Viðar var í byrjunarliði Íslands í fjórum heimaleikjum í haust, í undankeppni HM. Hann kom óvænt beint inn í byrjunarliðið gegn Rúmeníu í byrjun september, eftir að hafa verið kallaður inn í landsliðshópinn þegar Kolbeini Sigþórssyni var vikið úr hópnum. Viðar, sem er framherji Vålerenga í Noregi, hafði glímt við meiðsli í sumar og segist ekki hafa verið í neinu leikstandi þegar kom að leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóní í byrjun september. Þó þótti honum lágar einkunnir sínar í íslenskum miðlum ekki sanngjarnar: „Sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig“ „Mér fannst ég persónulega mjög góður í fyrri hálfleiknum á móti Rúmeníu og sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig. Ég var ekki góður á móti Makedóníu eins og allir í liðinu held ég,“ sagði Viðar við Fótbolta.net en hann er staddur hér á landi í jólafríi. „Mér er alveg sama hvað fólk segir og það skiptir mig engu máli, og ef þú ert með gagnrýni komdu þá með hana. Ég kem og er búinn að spila tvo leiki [með Vålerenga], ekki búinn að hlaupa í þrjá mánuði og æfa í tvær vikur, í engu leikstandi og enn smá haltrandi,“ sagði Viðar. „Aðstæður í landsliðinu voru ekki góðar og ég mæti og svara kallinu. Mér fannst þetta ganga fínt á móti Rúmeníu og fólk sem segir að ég hafi verið lélegur þarf að láta athuga sig líka. Við áttum miklu meira skilið úr þeim leik en svo kom Norður-Makedóníuleikurinn og hann var hörmulegur nema kannski síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði Viðar. Ummæli í viðtali hjálpuðu ekki til Hann virtist einnig setja út á þau ummæli þáverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara, Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrir leik á móti Rúmeníu að Viðar væri í hópnum vegna þess að það væri „vöntun á framherjum“. „Ég var bara ekki í formi til að spila þessa leiki og tala nú ekki um að það var búið að segja í viðtali að þú ert framherji númer fjögur, þá kemur þú ekkert með kassann út á Laugardalsvöll. Lélegur, góður eða hvort sem ég var, þá var þetta ekki alveg uppskriftin að því að spila vel,“ sagði Viðar.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira