Fagna ákvörðun ráðherra en segja enga töfralausn í sjónarmáli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. desember 2021 13:00 Willum Þór og Kristín Theodóra Þórarinsdóttir Vísir/Vilhelm/Aðsend Félag talmeinafræðinga á Íslandi fagnar vilja ráðherra um að fella á brott tveggja ára starfsreynsluákvæði úr rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Formaður félagsins segir að um stórt skref sé að ræða og bindur vonir við að samningaviðræður gangi hratt og vel. Greint var frá því í gær að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði falið Sjúkratryggingum Íslands að fella á brott ákvæði í rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem setur tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþáttöku sjúkratrygginga. Ákvæðið var upprunalega sett inn í rammasamninginn árið 2017 en gildistími samningsins rann út í lok október 2019. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið endurnýjaður um einn mánuð í senn en viðræður um nýjan samning hafa ekki borið árangur. Talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið harðlega undanfarin ár og hafa viðræður um nýjan samning að mörgu leiti strandað vegna þessa. Kristín Theodóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir að ákvæðið hafi ákveðnar hindranir í för með sér. „Það felur í sér að talmeinafræðingar sem vilja starfa við talþjálfun og vera á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þar sem biðlistarnir eru langir, þeir hafa þurft að vinna í tvö ár annars staðar til þess að geta svo komist á rammasamning, og okkur finnst þetta mikil hindrun í þjónustu og ekki við hæfi þar sem það er mikill skortur á talmeinafræðingum,“ segir Kristín. Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að taka af skarið. „Við erum bara ótrúlega ánægð og fögnum því að okkar barátta fyrir bættum kjörum og bættri þjónustu barna, meðal annars með því að afnema þetta tveggja ára ákvæði, sé að þokast áfram,“ segir Kristín. Næstu skref eru að hefja samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands en starfshópur á vegum þriggja ráðuneyta sem hefur unnið að samningsmarkmiðum kemur til með að skila af sér tillögum þann 20. desember. Kristín bindur vonir við að þau geti fundað saman snemma á nýju ári en hún segir þau þó standa frammi fyrir ýmsum öðrum verkefnum. „Það er engin töfralausn í sjónmáli í rauninni. Talmeinafræðingar eru að vinna á uppsöfnuðum vanda til margra ára, stéttin er fámenn og það þarf að auka fjármagn í þennan málaflokk. Það er svo margt sem að þarf að ræða og við vonum að það gangi bara vel,“ segir Kristín. „Þetta er samvinnuverkefni margra aðila en við erum komin þetta langt og við fögnum því.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Greint var frá því í gær að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði falið Sjúkratryggingum Íslands að fella á brott ákvæði í rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem setur tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþáttöku sjúkratrygginga. Ákvæðið var upprunalega sett inn í rammasamninginn árið 2017 en gildistími samningsins rann út í lok október 2019. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið endurnýjaður um einn mánuð í senn en viðræður um nýjan samning hafa ekki borið árangur. Talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið harðlega undanfarin ár og hafa viðræður um nýjan samning að mörgu leiti strandað vegna þessa. Kristín Theodóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir að ákvæðið hafi ákveðnar hindranir í för með sér. „Það felur í sér að talmeinafræðingar sem vilja starfa við talþjálfun og vera á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þar sem biðlistarnir eru langir, þeir hafa þurft að vinna í tvö ár annars staðar til þess að geta svo komist á rammasamning, og okkur finnst þetta mikil hindrun í þjónustu og ekki við hæfi þar sem það er mikill skortur á talmeinafræðingum,“ segir Kristín. Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að taka af skarið. „Við erum bara ótrúlega ánægð og fögnum því að okkar barátta fyrir bættum kjörum og bættri þjónustu barna, meðal annars með því að afnema þetta tveggja ára ákvæði, sé að þokast áfram,“ segir Kristín. Næstu skref eru að hefja samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands en starfshópur á vegum þriggja ráðuneyta sem hefur unnið að samningsmarkmiðum kemur til með að skila af sér tillögum þann 20. desember. Kristín bindur vonir við að þau geti fundað saman snemma á nýju ári en hún segir þau þó standa frammi fyrir ýmsum öðrum verkefnum. „Það er engin töfralausn í sjónmáli í rauninni. Talmeinafræðingar eru að vinna á uppsöfnuðum vanda til margra ára, stéttin er fámenn og það þarf að auka fjármagn í þennan málaflokk. Það er svo margt sem að þarf að ræða og við vonum að það gangi bara vel,“ segir Kristín. „Þetta er samvinnuverkefni margra aðila en við erum komin þetta langt og við fögnum því.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44