Hlaut tveggja ára dóm í Svíþjóð fyrir að ná sér í gult spjald Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2021 13:31 Pawel Cibicki í æfingapeysu Leeds sem á er auglýsing fyrir veðmálasíðu eins og algengt er í enskum fótbolta. Getty Sænski fótboltamaðurinn Pawel Cibicki, fyrrverandi leikmaður Leeds, hlaut í dag tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að ná sér vísvitandi í gult spjald í leik, gegn greiðslu. Cibicki var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í veðmálasvindli með því að fá gult spjald í leik í sænsku úrvalsdeildinni. Cibicki fékk andvirði um 4,3 milljóna íslenskra króna sem sannað þótti að hann hefði fengið gegn því að fá gula spjaldið. Þegar skammt var til leiks voru opnaðir 27 nýir veðmálareikningar þar sem veðjað var á að Cibicki fengi spjald. Hann hafði verið sýknaður á lægra dómsstigi í Malmö í maí en þeim dómi var áfrýjað og önnur niðurstaða fékkst í dag. Í maí hlutu tveir menn skilorðsbundinn fangelsisdóm og þurftu að greiða bætur fyrir sinn þátt í málinu, og urðu þeir þá samkvæmt Aftonbladet fyrstir til að hljóta dóm í Svíþjóð fyrir veðmálasvindl. Cibicki var strax í maí úrskurðaður í fjögurra ára bann frá keppnisíþróttum í Svíþjóð og það bann stendur. Cibicki hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og vildi meina að milljónirnar sem hann fékk hefðu verið lán. Hann hefur sagt frá því að hann hafi glímt við spilafíkn frá 18 ára aldri og um tíma íhugað sjálfsvíg. Cibicki, sem er 27 ára, var leikmaður enska félagsins Leeds á árunum 2017-2020 en spilaði lítið fyrir liðið og var lánaður til Molde í Noregi, Elfsborg í Svíþjóð og ADO Den Haag í Hollandi. Síðustu tvö ár hefur hann verið leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Cibicki var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í veðmálasvindli með því að fá gult spjald í leik í sænsku úrvalsdeildinni. Cibicki fékk andvirði um 4,3 milljóna íslenskra króna sem sannað þótti að hann hefði fengið gegn því að fá gula spjaldið. Þegar skammt var til leiks voru opnaðir 27 nýir veðmálareikningar þar sem veðjað var á að Cibicki fengi spjald. Hann hafði verið sýknaður á lægra dómsstigi í Malmö í maí en þeim dómi var áfrýjað og önnur niðurstaða fékkst í dag. Í maí hlutu tveir menn skilorðsbundinn fangelsisdóm og þurftu að greiða bætur fyrir sinn þátt í málinu, og urðu þeir þá samkvæmt Aftonbladet fyrstir til að hljóta dóm í Svíþjóð fyrir veðmálasvindl. Cibicki var strax í maí úrskurðaður í fjögurra ára bann frá keppnisíþróttum í Svíþjóð og það bann stendur. Cibicki hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og vildi meina að milljónirnar sem hann fékk hefðu verið lán. Hann hefur sagt frá því að hann hafi glímt við spilafíkn frá 18 ára aldri og um tíma íhugað sjálfsvíg. Cibicki, sem er 27 ára, var leikmaður enska félagsins Leeds á árunum 2017-2020 en spilaði lítið fyrir liðið og var lánaður til Molde í Noregi, Elfsborg í Svíþjóð og ADO Den Haag í Hollandi. Síðustu tvö ár hefur hann verið leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira