Litlar forsendur fyrir tilslökunum fyrir jól Snorri Másson skrifar 14. desember 2021 12:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að faglegar forsendur gætu verið fyrir því að þríbólusettir fái að sleppa við hraðpróf. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um allt slíkt. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að óbreyttu líklegt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi vari fram yfir jól. Hvorki forsætis- né heilbrigðisráðherra eru spenntir fyrir sérréttindum fyrir bólusetta eins og komið hefur verið á mjög víða í Evrópu. Sóttvarnalæknir telur faglegar forsendur fyrir því að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarbólusetningu, en segir það stjórnmálamanna að taka ákvörðunina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hlynntur því að vera með einhverjar þvinganir fyrir fólk að mæta í bólusetningu. Fólk verður að vega það og meta sjálft. Við erum að benda á kostina við það, kostirnir eru fyrst og fremst þeir að þeir sem hafa fengið örvunarbólusetningu eru miklu betur varðir gegn þessari sýkingu og miklu ólíklegri þess vegna að smita aðra,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Jólin eru fram undan og margir spyrja sig hvort ástandið verði óbreytt fram yfir jól. „Ég myndi segja að við erum á mjög viðkvæmum tíma núna. Faraldurinn er ekki að fara niður hjá okkur núna. Staðan er heldur skárri á spítalanum og kúrfan er heldur að fara upp á við kannski ef við skoðum fjórtán daga nýgengi. Þannig að ég get ekki séð ef við horfum á það að það sé mikið pláss að rýmka mikið til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Möguleikar á valkvæðum leiðum Heilbrigðisráðherra er ekki spenntur fyrir sérréttindum fyrir bólusetta. „Sóttvarnalæknir hefur auðvitað horft til þessara hluta vegna þess að það er hans hlutverk að veita okkur ráð í þeim efnum. En ég hef verið alveg skýr með að mér hugnast það ekki að vera að skilja á milli hópa vegna þess að fólk getur bara af mörgum ólíkum ástæðum, meðal annars læknisfræðilegum, ekki þegið bólusetningu. Og við þurfum að vera ein þjóð í einu landi í þessum efnum eins og öðrum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast að sögn ekki að fara að loka fólk inni ef það er óbólusett eins og til dæmis stendur til í Austurríki. Hún útilokar þó ekki að farin verði sú leið að þeir sem verði komin með þrjár sprautur geti til dæmis mögulega sloppið við hraðpróf fyrir viðburði. „Meginmarkmið mitt er að við séum með sömu reglur fyrir okkur öll en það kunna að vera einhverjir möguleikar á að hafa valkvæðar leiðir eins og við erum nú þegar að gera á landamærunum,“ segir forsætisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur faglegar forsendur fyrir því að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarbólusetningu, en segir það stjórnmálamanna að taka ákvörðunina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hlynntur því að vera með einhverjar þvinganir fyrir fólk að mæta í bólusetningu. Fólk verður að vega það og meta sjálft. Við erum að benda á kostina við það, kostirnir eru fyrst og fremst þeir að þeir sem hafa fengið örvunarbólusetningu eru miklu betur varðir gegn þessari sýkingu og miklu ólíklegri þess vegna að smita aðra,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Jólin eru fram undan og margir spyrja sig hvort ástandið verði óbreytt fram yfir jól. „Ég myndi segja að við erum á mjög viðkvæmum tíma núna. Faraldurinn er ekki að fara niður hjá okkur núna. Staðan er heldur skárri á spítalanum og kúrfan er heldur að fara upp á við kannski ef við skoðum fjórtán daga nýgengi. Þannig að ég get ekki séð ef við horfum á það að það sé mikið pláss að rýmka mikið til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Möguleikar á valkvæðum leiðum Heilbrigðisráðherra er ekki spenntur fyrir sérréttindum fyrir bólusetta. „Sóttvarnalæknir hefur auðvitað horft til þessara hluta vegna þess að það er hans hlutverk að veita okkur ráð í þeim efnum. En ég hef verið alveg skýr með að mér hugnast það ekki að vera að skilja á milli hópa vegna þess að fólk getur bara af mörgum ólíkum ástæðum, meðal annars læknisfræðilegum, ekki þegið bólusetningu. Og við þurfum að vera ein þjóð í einu landi í þessum efnum eins og öðrum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast að sögn ekki að fara að loka fólk inni ef það er óbólusett eins og til dæmis stendur til í Austurríki. Hún útilokar þó ekki að farin verði sú leið að þeir sem verði komin með þrjár sprautur geti til dæmis mögulega sloppið við hraðpróf fyrir viðburði. „Meginmarkmið mitt er að við séum með sömu reglur fyrir okkur öll en það kunna að vera einhverjir möguleikar á að hafa valkvæðar leiðir eins og við erum nú þegar að gera á landamærunum,“ segir forsætisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22