Innlent

Loka leikskólanum eftir að barn og starfsmaður greindust

Eiður Þór Árnason skrifar
Nýgengi kórónuveirutilfella í Þorlákshöfn er nú hærra en í Reykjavík.
Nýgengi kórónuveirutilfella í Þorlákshöfn er nú hærra en í Reykjavík. Vísir/vilhelm

Barn og starfsmaður á leikskólanum Bergheimum í Ölfusi hafa greinst með Covid-19. Verður leikskólinn lokaður næstu tvo daga á meðan reynt er að ná utan um tilfellin.

Þetta staðfestir Bjarney Björnsdóttir leikskólastýra í samtali við fréttastofu. Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við bæjaryfirvöld í Ölfusi og sé í samræmi við tilmæli frá rakningateyminu. 

Hafnarfréttir greindu fyrst frá lokuninni. Einstaklingarnir, sem eru á sömu deild leikskólans, greindust í gær og í fyrradag. Hafa öll börn og starfsfólk á þeirri deild verið send í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×