Þetta staðfesti umboðsmaður leikmannsins í samtali við Sky Sports í dag, en Martial hefur verið í röðum United frá árinu 2015.
Martial ér ósáttur við spiltíma sinn á leiktíðinni og hefur áhuga á að skoða aðra möguleika í janúar. Hann hefur aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og komið inn af varamannabekknum í öðrum fimm.
Man Utd forward wants to leave club in January transfer window 🔁
— Sky Sports (@SkySports) December 10, 2021
Frá því að leikmaðurinn gekk í raðir United hefur hann leikið 174 deildarleiki og skorað í þeim 56 mörk.
Martial skrifaði undir nýjan samning við félagið árið 2019, en sá samningur gildir fram til sumarsins 2024.