Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir manndráp af gáleysi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2021 15:10 Maðurinn flúði úr landi þó hann hefði verið úrskurðaður í farbann. Gefa þurfti út evrópska handtökuskipun til að fá hann aftur til landsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri, sem er af rúmensku bergi brotinn, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki komið Daníel Eiríkssyni til bjargar, sem lést í kjölfarið. Daníel var fæddur árið 1990 og slasaðist alvarlega fyrir utan heimili sitt í Kópavogi föstudaginn 2. apríl. Í ákærunni segir að Daníel hafi haldið með báðum höndum í rúðu á bíl sem sá ákærði ók og dregist eða hlaupið með bílnum tæpa fjórtán metra áður en hann féll í jörðina. Bílnum ók maðurinn á um 15 til 20 kílómetra hraða. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald strax sömu helgi og Daníel lést vegna rannsóknarhagsmuna. Hann var síðar úrskurðaður í farbann en þrátt fyrir það tókst honum að fara úr landi og þurfti að gefa út evrópska handtökuskipun til að koma honum aftur til landsins. Er maðurinn til vara ákærður fyrir hættubrot og fyrir að hafa látið farast fyrir að koma Daníel til bjargar. RÚV greinir fyrst frá. Fram kemur í ákæru að þegar Daníel hafi fallið í jörðina hafi maðurinn ekið í burtu án þess að kanna líðan Daníels. Telur héraðssaksóknari að það hafi stofnaði lífi Daníels og heilsu í augljósa hættu en hann lést á sjúkrahúsi daginn eftir vegna höfuðáverka sem hann hlaut af. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á alvarleika áverka Daníels og að hann hafi látist af slysförum. Fjölskylda Daníels fer fram á fimmtán milljónir í miskabætur. Dómsmál Mannslát í Vindakór Kópavogur Tengdar fréttir Lögregla hefur lokið rannsókn vegna andláts í Vindakór Rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á andláti Daníels Eiríkssonar. Daníel fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. 15. október 2021 18:50 Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi. 14. júlí 2021 11:51 Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Daníel var fæddur árið 1990 og slasaðist alvarlega fyrir utan heimili sitt í Kópavogi föstudaginn 2. apríl. Í ákærunni segir að Daníel hafi haldið með báðum höndum í rúðu á bíl sem sá ákærði ók og dregist eða hlaupið með bílnum tæpa fjórtán metra áður en hann féll í jörðina. Bílnum ók maðurinn á um 15 til 20 kílómetra hraða. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald strax sömu helgi og Daníel lést vegna rannsóknarhagsmuna. Hann var síðar úrskurðaður í farbann en þrátt fyrir það tókst honum að fara úr landi og þurfti að gefa út evrópska handtökuskipun til að koma honum aftur til landsins. Er maðurinn til vara ákærður fyrir hættubrot og fyrir að hafa látið farast fyrir að koma Daníel til bjargar. RÚV greinir fyrst frá. Fram kemur í ákæru að þegar Daníel hafi fallið í jörðina hafi maðurinn ekið í burtu án þess að kanna líðan Daníels. Telur héraðssaksóknari að það hafi stofnaði lífi Daníels og heilsu í augljósa hættu en hann lést á sjúkrahúsi daginn eftir vegna höfuðáverka sem hann hlaut af. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á alvarleika áverka Daníels og að hann hafi látist af slysförum. Fjölskylda Daníels fer fram á fimmtán milljónir í miskabætur.
Dómsmál Mannslát í Vindakór Kópavogur Tengdar fréttir Lögregla hefur lokið rannsókn vegna andláts í Vindakór Rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á andláti Daníels Eiríkssonar. Daníel fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. 15. október 2021 18:50 Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi. 14. júlí 2021 11:51 Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Lögregla hefur lokið rannsókn vegna andláts í Vindakór Rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á andláti Daníels Eiríkssonar. Daníel fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. 15. október 2021 18:50
Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi. 14. júlí 2021 11:51
Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57