Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 20:57 Guðný Sigríður Eiríksdóttir minnist bróður síns, Daníels Eiríkssonar, með hlýju. Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. Systir Daníels, Guðný Sigríður Eiríksdóttir, minnist bróður síns í fallegri kveðju á Facebook-síðu sinni í dag. „Elsku besti litli bróðir minn. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur. Þetta er svo ósanngjarnt og óraunverulegt... Þú áttir þetta ekki skilið,“ skrifar Guðný, sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að vitna í færsluna. Hún lýsir bróður sínum sem hjálpsömum og góðum dreng sem hafi ekkert aumt mátt sjá. „Það kom þér stundum í vandræði og þú mættir alltaf ósigrandi til leiks. Þú varst svo hraustur með óteljandi líf! Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu. Hjartað þitt vildi ekki hætta að slá. Þú þráðir svo heitt að lifa eðlilegu lífi elsku Daníel minn og stóðst þig eins og hetja. Þú varst klettur fyrir svo marga síðustu mánuði,“ skrifar Guðný. Hún segir erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur hringt í bróður sinn, skutlað honum um og notið samverustunda með honum og fjölskyldunni. „En ég veit að þú vakir yfir okkur & heyrir í okkur,“ skrifar Guðný meðal annars. „Er svo þakklát fyrir fallegu kveðjustundina sem við áttum með þér. Hvíldu í friði elsku litli bróðir minn. Elska þig að eilífu.“ Einn í gæsluvarðhaldi Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur lögreglan til rannsóknar hvernig andlát Daníels bar að og situr einn maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á Daníel en upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Símasamskipti sem lögregla fann í síma Daníels leiddu til þess að mennirnir voru handteknir. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu en sá er sætir gæsluvarðhaldi hefur borið fyrir sig að um slys hafi verið að ræða. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn vildi í samtali við Rúv fyrr í kvöld ekki gefa upp hvort andlátið sé rannsakað sem manndráp en til rannsóknar sé hvernig hinn látni hlaut þá áverka sem hann var með. Lögreglumál Mannslát í Vindakór Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Systir Daníels, Guðný Sigríður Eiríksdóttir, minnist bróður síns í fallegri kveðju á Facebook-síðu sinni í dag. „Elsku besti litli bróðir minn. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur. Þetta er svo ósanngjarnt og óraunverulegt... Þú áttir þetta ekki skilið,“ skrifar Guðný, sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að vitna í færsluna. Hún lýsir bróður sínum sem hjálpsömum og góðum dreng sem hafi ekkert aumt mátt sjá. „Það kom þér stundum í vandræði og þú mættir alltaf ósigrandi til leiks. Þú varst svo hraustur með óteljandi líf! Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu. Hjartað þitt vildi ekki hætta að slá. Þú þráðir svo heitt að lifa eðlilegu lífi elsku Daníel minn og stóðst þig eins og hetja. Þú varst klettur fyrir svo marga síðustu mánuði,“ skrifar Guðný. Hún segir erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur hringt í bróður sinn, skutlað honum um og notið samverustunda með honum og fjölskyldunni. „En ég veit að þú vakir yfir okkur & heyrir í okkur,“ skrifar Guðný meðal annars. „Er svo þakklát fyrir fallegu kveðjustundina sem við áttum með þér. Hvíldu í friði elsku litli bróðir minn. Elska þig að eilífu.“ Einn í gæsluvarðhaldi Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur lögreglan til rannsóknar hvernig andlát Daníels bar að og situr einn maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á Daníel en upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Símasamskipti sem lögregla fann í síma Daníels leiddu til þess að mennirnir voru handteknir. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu en sá er sætir gæsluvarðhaldi hefur borið fyrir sig að um slys hafi verið að ræða. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn vildi í samtali við Rúv fyrr í kvöld ekki gefa upp hvort andlátið sé rannsakað sem manndráp en til rannsóknar sé hvernig hinn látni hlaut þá áverka sem hann var með.
Lögreglumál Mannslát í Vindakór Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira