Fótbolti

Brendan Rodgers: „Ég veit ekki einu sinni hvaða keppni þetta er“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brendan Rodgers segist ekki hafa haft hugmynd um hvaða keppni Sambandsdeildin væri.
Brendan Rodgers segist ekki hafa haft hugmynd um hvaða keppni Sambandsdeildin væri. Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, var eðlilega ósáttur eftir 3-2 tap sinna manna gegn Napoli í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gær. Tapið þýðir að liðið fer í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar í staðin fyrir Evrópudeildarinnar.

Eins og áður segir verður Leicester í pottinum þegar dregið verður í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem liðið getur bara mætt liðum sem lentu í öðru sæti riðlanna í Sambandsdeildinni.

Brendan Rodgers segist hins vegar ekki vita hvað Sambandsdeildin er.

„Ég verð að vera hreinskilinn og ég veit ekki einu sinni hvaða keppni þetta er,“ sagði Rodgers í samtali við BT Sport eftir tapið í gær.

„Ég var að einbeita mér að Evrópudeildinni og að reyna að vinna riðilinn þar. Að minnsta kosti að lenda í öðru sæti. En ég er viss um að ég kemst bráðlega að því hvaða keppni þetta er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×