Vilja láta rannsaka möguleg tengsl krabbameina og mengunar á Suðurnesjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2021 10:08 Þingmennirnir vilja láta yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera um mengun á svæðinu. Sjö þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að gera saming við Krabbameinsfélag Íslands um rannsókn á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Þeir vilja einnig láta kanna tíðni þekktra áhættuþátta krabbameina eftir búsetu og yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu. Tekin verið saman heildstæð skýrsla yfir þær gerðir krabbameina sem eru algengari á Suðurnesjum og algengi áhættuþátta sem tengjast þeim meinum. Þá verði styrkur mengandi efna í grunnvatni og jarðvegi borinn saman við lista yfir alþjóðlega viðurkennda krabbameinsvalda . Ráðherra er gert að skila skýrslu með niðurstöðum fyrir 1. júní 2022. Um er að ræða þverpólitíska tillögu en þingmennirnir tilheyra fjórum flokkum. Þeir eru Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason í Sjálfstæðisflokknum, Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingunni, Guðbrandur Einarsson hjá Viðreisn og Jóhann Friðrik Friðriksson í Framsóknarflokknum. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að nýgengi krabbameina, samkvæmt tölum fyrir árin 2009 til 2018, sé hvergi hærra en á Suðurnesjum. Meðal karla er það 595 fyrir hverja 100.000 íbúa en meðal kvenna 483. Á höfuðborgarsvæðinu er það 539 og 478. „Samtals greindust rúmlega 1000 krabbameinstilvik á Suðurnesjum yfir þetta 10 ára tímabil. Dreifing krabbameinanna var svipuð og á landsvísu, þ.e. hæst nýgengi krabbameina var í brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla, þar á eftir í lungum og ristli hjá báðum kynjum. Þá var áberandi hátt nýgengi krabbameina í lungum og leghálsi en ekki liggja fyrir rannsóknir á fleiri tegundum krabbameina,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknisembættisins sé tíðni reykinga í Reykjanesbæ há miðað við aðra staði og mæting í leit að leghálskrabbameini minni en KÍ telji ekki hægt að útiloka að aðrar orsakir skýri einhvern hluta af hækkuðu nýgengi. Flutningsmenn segjast telja nauðsynlegt að leggja þingsályktunartillöguna þannig fram að málið verði rannsakað ítarlega. „Ef marktækur munur er á tíðni krabbameins á Suðurnesjum annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar er mikilvægt að fá fram um hvaða mein sé að ræða og hugsanlega orsakaþætti. Suðurnesin ættu undir eðlilegum kringumstæðum að hafa heldur lægri krabbameinstíðni en höfuðborgarsvæðið.“ Alþingi Suðurnesjabær Heilbrigðismál Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Þeir vilja einnig láta kanna tíðni þekktra áhættuþátta krabbameina eftir búsetu og yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu. Tekin verið saman heildstæð skýrsla yfir þær gerðir krabbameina sem eru algengari á Suðurnesjum og algengi áhættuþátta sem tengjast þeim meinum. Þá verði styrkur mengandi efna í grunnvatni og jarðvegi borinn saman við lista yfir alþjóðlega viðurkennda krabbameinsvalda . Ráðherra er gert að skila skýrslu með niðurstöðum fyrir 1. júní 2022. Um er að ræða þverpólitíska tillögu en þingmennirnir tilheyra fjórum flokkum. Þeir eru Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason í Sjálfstæðisflokknum, Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingunni, Guðbrandur Einarsson hjá Viðreisn og Jóhann Friðrik Friðriksson í Framsóknarflokknum. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að nýgengi krabbameina, samkvæmt tölum fyrir árin 2009 til 2018, sé hvergi hærra en á Suðurnesjum. Meðal karla er það 595 fyrir hverja 100.000 íbúa en meðal kvenna 483. Á höfuðborgarsvæðinu er það 539 og 478. „Samtals greindust rúmlega 1000 krabbameinstilvik á Suðurnesjum yfir þetta 10 ára tímabil. Dreifing krabbameinanna var svipuð og á landsvísu, þ.e. hæst nýgengi krabbameina var í brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla, þar á eftir í lungum og ristli hjá báðum kynjum. Þá var áberandi hátt nýgengi krabbameina í lungum og leghálsi en ekki liggja fyrir rannsóknir á fleiri tegundum krabbameina,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknisembættisins sé tíðni reykinga í Reykjanesbæ há miðað við aðra staði og mæting í leit að leghálskrabbameini minni en KÍ telji ekki hægt að útiloka að aðrar orsakir skýri einhvern hluta af hækkuðu nýgengi. Flutningsmenn segjast telja nauðsynlegt að leggja þingsályktunartillöguna þannig fram að málið verði rannsakað ítarlega. „Ef marktækur munur er á tíðni krabbameins á Suðurnesjum annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar er mikilvægt að fá fram um hvaða mein sé að ræða og hugsanlega orsakaþætti. Suðurnesin ættu undir eðlilegum kringumstæðum að hafa heldur lægri krabbameinstíðni en höfuðborgarsvæðið.“
Alþingi Suðurnesjabær Heilbrigðismál Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira