Aldrei spilað við „klikkaðri“ aðstæður en í Kópavogi og afmælisbarnið fékk blástur Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2021 09:30 Liðsfélagarnir reyndu að blása hita í afmælisbarnið Esther González eftir leik. Eins og sjá má kyngdi niður snjó á meðan á leiknum stóð. Instagram/@asllani9 og Vísir/Vilhelm Sænska knattspyrnustjarnan Kosovare Asllani virtist njóta sín vel á Kópavogsvelli í fyrrakvöld en hún segir aðstæður þar þó hafa verið þær „klikkuðustu og köldustu“ sem hún hafi prófað á sínum ferli. Þó að Rangæingurinn Karitas Tómasdóttir hafi spilað hanskalaus í stuttermabol í snjóbylnum í Kópavogi þá virtist mörgum kalt þegar leikur Breiðabliks og Real Madrid fór fram í Meistaradeildinni í fótbolta. Það er sjaldgæft að keppnisleikir í fótbolta fari fram á Íslandi í desember en vegna nýs fyrirkomulags í Meistaradeild kvenna, og sterkrar stöðu úrvalsdeildar kvenna í evrópskum samanburði, má búast við fleiri desemberleikjum á næstu árum. Í fyrrakvöld fór að kyngja niður snjó áður en leikur Breiðabliks og Real hófst klukkan 20. Vallarstarfsmenn gerðu sitt til að moka snjó af vellinum fyrir leik og í hálfleik, en snjókoman hafði sín áhrif á leikinn og spila þurfti með appelsínugulan bolta. Asllani skoraði samt sem áður tvö mörk í 3-0 sigri Real. Á Instagram eftir leik skrifaði hún: „Stolt af frammistöðu liðsins í kvöld í klikkuðustu og köldustu aðstæðum sem ég hef nokkru sinni spilað í. 3-0 og komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vel gert lið.“ View this post on Instagram A post shared by Kosovare Asllani (@asllani9) Þess má geta að Asllani er 32 ára og hefur spilað með liðum í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Frakklandi, Englandi og nú Spáni, auk þess að leika vel á annað hundrað landsleikja fyrir Svíþjóð. Liðsfélagi Asllani, Esther González, fagnaði 28 ára afmæli í gær og á eflaust eftir að muna eftir þessum afmælisdegi. Eins og sjá má á myndinni hér efst reyndu vinkonur hennar að hlýja henni eftir leik með notkun hárblásara inni í búningsklefa, enda sú spænska enn óvanari kuldanum en Asllani. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Kópavogur Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Þó að Rangæingurinn Karitas Tómasdóttir hafi spilað hanskalaus í stuttermabol í snjóbylnum í Kópavogi þá virtist mörgum kalt þegar leikur Breiðabliks og Real Madrid fór fram í Meistaradeildinni í fótbolta. Það er sjaldgæft að keppnisleikir í fótbolta fari fram á Íslandi í desember en vegna nýs fyrirkomulags í Meistaradeild kvenna, og sterkrar stöðu úrvalsdeildar kvenna í evrópskum samanburði, má búast við fleiri desemberleikjum á næstu árum. Í fyrrakvöld fór að kyngja niður snjó áður en leikur Breiðabliks og Real hófst klukkan 20. Vallarstarfsmenn gerðu sitt til að moka snjó af vellinum fyrir leik og í hálfleik, en snjókoman hafði sín áhrif á leikinn og spila þurfti með appelsínugulan bolta. Asllani skoraði samt sem áður tvö mörk í 3-0 sigri Real. Á Instagram eftir leik skrifaði hún: „Stolt af frammistöðu liðsins í kvöld í klikkuðustu og köldustu aðstæðum sem ég hef nokkru sinni spilað í. 3-0 og komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vel gert lið.“ View this post on Instagram A post shared by Kosovare Asllani (@asllani9) Þess má geta að Asllani er 32 ára og hefur spilað með liðum í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Frakklandi, Englandi og nú Spáni, auk þess að leika vel á annað hundrað landsleikja fyrir Svíþjóð. Liðsfélagi Asllani, Esther González, fagnaði 28 ára afmæli í gær og á eflaust eftir að muna eftir þessum afmælisdegi. Eins og sjá má á myndinni hér efst reyndu vinkonur hennar að hlýja henni eftir leik með notkun hárblásara inni í búningsklefa, enda sú spænska enn óvanari kuldanum en Asllani.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Kópavogur Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn