Innlent

Bólusett í Laugardalshöll fram að áramótum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bólusett verður alla virka daga utan 17. desember, Þorláksmessu, aðfangadags og gamlársdags.
Bólusett verður alla virka daga utan 17. desember, Þorláksmessu, aðfangadags og gamlársdags. Vísir/Vilhelm

Bólusett verður í Laugardalshöll fram að áramótum, alla virka daga nema 17. desember, á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag. Um er að ræða breytingu á fyrirhuguðu fyrirkomulagi en til stóð að flytja bólusetningarnar að Suðurlandsbraut um miðjan mánuð.

Nú segir á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að 13. til 22. desember verði bólusett alla virka daga í Laugardalshöll frá klukkan 10 til 15, nema áðurnefnda daga. Boðið verður upp á bóluefnin frá Pfizer, Moderna og Janssen alla daga en AstraZeneca á fimmtudögum.

Sama verður uppi á teningnum milli jóla og nýárs en ekki verður bólusett á gamlársdag.

Í dag og á morgun er opið hús í Laugardalshöll fyrir óbólusetta og hálfbólusetta. Í dag verður boðið upp á bólusetningu með öllum samþykktum bóluefnum en á morgun Pfizer, Moderna og Janssen.

Bólusetningar halda síðan áfram í janúar og þá verða þeir hópar boðaðir í örvunarskammt sem verða komnir á tíma.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.