Innlent

Lögreglan leitar konu sem ók á tvær unglingsstelpur á rafhlaupahjóli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Stúlkurnar urðu fyrir bílnum á Dalvegi í Kópavogi 6. nóvember síðastliðinn.
Stúlkurnar urðu fyrir bílnum á Dalvegi í Kópavogi 6. nóvember síðastliðinn. Vísir/Kolbeinn Tumi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir konu sem ók BMW-bíl á tvær unglingsstúlkur á rafhlaupahjóli á Dalvegi í Kópavogi í nóvember. 

Atvikið átti sér stað laugardagskvöldið 6. nóvember á Dalvegi í Kópavogi og barst tilkynning um slys klukkan 20:34 en það hafði þó átt sér stað nokkru áður. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu nam konan staðar í nokkra stund á vettvangi, ræddi við stúlkurnar og ók þeim síðan í Mjóddina. Stúlkurnar fóru síðar á slysadeild. 

Fram kemur í tilkynningunni að við atvik eins og þetta sé mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af eða skemmtir hafi orðið. Sömuleiðis sé áríðandi að tilkynna atvik til lögreglu, ekki síst þar sem áverkar eru ekki alltaf augljósir á vettvangi slysa.

Er konan beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. Geti aðrir veitt upplýsingar um málið eru þeir beðnir um að hafa samband sömuleiðis símleiðis eða með því að senda tölvupóst á netfangið rafn.gudmundsson@lrh.is.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.