Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2021 10:47 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ekki brotið á réttindum óbólusettra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra um helgina, að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Nefnir hann í minnisblaðinu að honum þyki koma til greina að endurmeta aðgerðir, meðal annars með því að undanskilja þá sem hafi fengið örvunarskammt bóluefnisins gegn Covid-19 frá fjöldatakmörkum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. Vill ekki skipta fólki í hópa byggt á bólusetningarstöðu Willum Þór sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að slíkt kæmi ekki til greina. „Við eigum held ég að horfa heildstætt á þetta þannig að hver og einn geti nýtt sér þau úrræði miðað við hans stöðu, eða einstaklingurinn, til þess að geta athafnað sig eins og hann þarf og vill. Þannig að við eigum að varast það að vera að skipta þessu upp í einhverja hópa,“ sagði Willum og benti á að bólusetning væri jú, val. „Þetta er auðvitað val hvers og eins og tölfræðin er auðvitað eitt,“ sagði ráðherrann og vísaði til hás bólusetningarhlutfalls hér á landi, en 90 prósent landsmanna tólf ára og eldri eru bólusettir. „Síðan eru auðvitað margar ólíkar ástæður fyrir því að fólk þyggur ekki bólusetningu. Það er mín afstaða og skoðun að við eigum að virða þau sjónarmið, þau ólíku sjónarmið sem liggja þar að baki. Þetta á að vera val hvers og eins.“ Hann telur ekki brotið á réttindum óbólusettra. „Nei, ég tel ekki svo vera. Bólusetningarnar eru auðvitað bara hluti af því að vinna okkur í gegn um þetta.“ Markmiðið alltaf að halda samfélaginu sem mest gangandi Willum kynnti áframhaldandi og óbreyttar sóttvarnaaðgerðir að loknum ríkisstjórnarfundi í gær en þær gilda í tvær vikur og ætti að vera aflétt fyrir jól. Willum sagði þá jafnframt í gær að ef gögn og upplýsingar leyfðu stefni hann á að aflétta aðgeðrum innan tveggja vikna. „Bara ef að gögn og upplýsingar berast sem gefa okkur tilefni til að gera tilslakanir þá vonast ég nú til þess að það geti gerst. En það er auðvitað óvissa í kring um þetta nýja afbrigði, ómíkron, sem er nú kannski aðal ástæðan fyrir því að við framlengjum þetta,“ sagði Willum. Markmiðið sé auðvitað alltaf að hafa sem minnstar takmarkanir. „Við erum einmitt alltaf með það í huga að halda samfélaginu okkar, sem mest gangandi og með sem minnstar takmarkanir á líf fólks. Þannig að atvinnulífið, menninging, íþróttirnar og okkar athafnir í daglegu lífi gangi sem mest og best með sem minnstum takmörkunum. Það hlýtur að vera okkar markmið,“ sagði Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. 3. desember 2021 16:48 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra um helgina, að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Nefnir hann í minnisblaðinu að honum þyki koma til greina að endurmeta aðgerðir, meðal annars með því að undanskilja þá sem hafi fengið örvunarskammt bóluefnisins gegn Covid-19 frá fjöldatakmörkum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. Vill ekki skipta fólki í hópa byggt á bólusetningarstöðu Willum Þór sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að slíkt kæmi ekki til greina. „Við eigum held ég að horfa heildstætt á þetta þannig að hver og einn geti nýtt sér þau úrræði miðað við hans stöðu, eða einstaklingurinn, til þess að geta athafnað sig eins og hann þarf og vill. Þannig að við eigum að varast það að vera að skipta þessu upp í einhverja hópa,“ sagði Willum og benti á að bólusetning væri jú, val. „Þetta er auðvitað val hvers og eins og tölfræðin er auðvitað eitt,“ sagði ráðherrann og vísaði til hás bólusetningarhlutfalls hér á landi, en 90 prósent landsmanna tólf ára og eldri eru bólusettir. „Síðan eru auðvitað margar ólíkar ástæður fyrir því að fólk þyggur ekki bólusetningu. Það er mín afstaða og skoðun að við eigum að virða þau sjónarmið, þau ólíku sjónarmið sem liggja þar að baki. Þetta á að vera val hvers og eins.“ Hann telur ekki brotið á réttindum óbólusettra. „Nei, ég tel ekki svo vera. Bólusetningarnar eru auðvitað bara hluti af því að vinna okkur í gegn um þetta.“ Markmiðið alltaf að halda samfélaginu sem mest gangandi Willum kynnti áframhaldandi og óbreyttar sóttvarnaaðgerðir að loknum ríkisstjórnarfundi í gær en þær gilda í tvær vikur og ætti að vera aflétt fyrir jól. Willum sagði þá jafnframt í gær að ef gögn og upplýsingar leyfðu stefni hann á að aflétta aðgeðrum innan tveggja vikna. „Bara ef að gögn og upplýsingar berast sem gefa okkur tilefni til að gera tilslakanir þá vonast ég nú til þess að það geti gerst. En það er auðvitað óvissa í kring um þetta nýja afbrigði, ómíkron, sem er nú kannski aðal ástæðan fyrir því að við framlengjum þetta,“ sagði Willum. Markmiðið sé auðvitað alltaf að hafa sem minnstar takmarkanir. „Við erum einmitt alltaf með það í huga að halda samfélaginu okkar, sem mest gangandi og með sem minnstar takmarkanir á líf fólks. Þannig að atvinnulífið, menninging, íþróttirnar og okkar athafnir í daglegu lífi gangi sem mest og best með sem minnstum takmörkunum. Það hlýtur að vera okkar markmið,“ sagði Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. 3. desember 2021 16:48 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09
Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52
Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. 3. desember 2021 16:48