Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2021 08:09 Þórólfur Guðnason segir að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. „Það getur vel verið . Við þurfum alltaf að nota nýjustu upplýsingar sem við höfum í það plan sem við erum með. Sérstaklega þegar við erum að sjá að þriðja sprautan virkar svona vel, níutíu prósent betri en sprauta tvö, og þá held ég að við eigum að nýta okkur það, svo sannarlega.“ Þetta sagði Þórólfur í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Kom þar fram að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði veirunnar hér á landi. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig útbreiðslan á omíkron-afbrigðinu verði í heiminum. „Ef verndin af fyrra smiti og bólusetningum er ekkert sérstaklega góð, þá má alveg búast við að þetta afbrigði taki bara yfir og ryðji delta í burtu og taki yfir. En við vitum það ekki ennþá.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Lægra nýgengi Þórólfur segir að við Íslendingar séum nú farnir að finna fyrir lægra nýgengi smita. „Það er fín kúrfa inni á covid.is um bólusetta fullorðna, óbólusetta og svo framvegis þannig að það má sjá glöggt þar muninn á nýgenginu og líkunum á því að bólusettir eða óbólusettir smitist. Sérstaklega örvunarskammturinn virðist virka mjög vel. Við erum að fá nákvæmlega sömu útreikninga, tölur og niðurstöður og koma erlendis frá. Svo er auðvitað spurning: Hvað endist þessi vernd lengi? Það vitum við ekki fullkomlega. Við vonum bara það besta.“ Hann segir að enn eigi eftir að gera helgina upp en að um hundrað hafi greinst á dag. „Þannig að við erum að mjaka okkur hægt og bítandi niður. En eins og venjulega megum við búast við fleiri tilfellum í dag og kannski á morgun. Vonandi höldum við áfram að skríða niður kúrfuna. Ég vona það og vona að þetta nýja, blessaða afbrigði fari ekki að stríða okkur.“ Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna um omíkron Sóttvarnalæknir segir of snemmt að draga einhverjar fastmótaðar ályktanir af því hvort fólk fái einhver alvarleg einkenni af omíkron-afbrigðinu eða ekki. „Þetta er rétt í byrjun og eins og við munum þá tekur eina, tvær vikur fyrir fólk sem veikist að fá alvarleg einkenni. Og svo eigum við eftir að fá meiri útbreiðslu til að geta sagt eitthvað um það. Þú sérð það að það eru alvarleg einkenni hjá kannski tveimur prósentum af þeim sem smitast þá tekur það dágóðan tíma að fá nokkra einstaklinga sem eru að veikjast alvarlega. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Við erum komin með þrettán með þetta nýja afbrigði og það er enginn, eftir því sem ég veit best, alvarlega veikur. Flestir eru bólusettir og ég vona svo sannanlega að bólusetningin mildi einkennin. Við eigum eftir að sjá það betur í rannsóknum í útlöndum.“ Þórólfur segir að við munum fá niðurstöðu úr rannsóknum um hvort að bóluefni virki á omíkron-afbrigðið í lok þessarar viku eða þeirri næstu. Rannsóknir sem þessar taki vanalega um tvær vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Það getur vel verið . Við þurfum alltaf að nota nýjustu upplýsingar sem við höfum í það plan sem við erum með. Sérstaklega þegar við erum að sjá að þriðja sprautan virkar svona vel, níutíu prósent betri en sprauta tvö, og þá held ég að við eigum að nýta okkur það, svo sannarlega.“ Þetta sagði Þórólfur í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Kom þar fram að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði veirunnar hér á landi. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig útbreiðslan á omíkron-afbrigðinu verði í heiminum. „Ef verndin af fyrra smiti og bólusetningum er ekkert sérstaklega góð, þá má alveg búast við að þetta afbrigði taki bara yfir og ryðji delta í burtu og taki yfir. En við vitum það ekki ennþá.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Lægra nýgengi Þórólfur segir að við Íslendingar séum nú farnir að finna fyrir lægra nýgengi smita. „Það er fín kúrfa inni á covid.is um bólusetta fullorðna, óbólusetta og svo framvegis þannig að það má sjá glöggt þar muninn á nýgenginu og líkunum á því að bólusettir eða óbólusettir smitist. Sérstaklega örvunarskammturinn virðist virka mjög vel. Við erum að fá nákvæmlega sömu útreikninga, tölur og niðurstöður og koma erlendis frá. Svo er auðvitað spurning: Hvað endist þessi vernd lengi? Það vitum við ekki fullkomlega. Við vonum bara það besta.“ Hann segir að enn eigi eftir að gera helgina upp en að um hundrað hafi greinst á dag. „Þannig að við erum að mjaka okkur hægt og bítandi niður. En eins og venjulega megum við búast við fleiri tilfellum í dag og kannski á morgun. Vonandi höldum við áfram að skríða niður kúrfuna. Ég vona það og vona að þetta nýja, blessaða afbrigði fari ekki að stríða okkur.“ Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna um omíkron Sóttvarnalæknir segir of snemmt að draga einhverjar fastmótaðar ályktanir af því hvort fólk fái einhver alvarleg einkenni af omíkron-afbrigðinu eða ekki. „Þetta er rétt í byrjun og eins og við munum þá tekur eina, tvær vikur fyrir fólk sem veikist að fá alvarleg einkenni. Og svo eigum við eftir að fá meiri útbreiðslu til að geta sagt eitthvað um það. Þú sérð það að það eru alvarleg einkenni hjá kannski tveimur prósentum af þeim sem smitast þá tekur það dágóðan tíma að fá nokkra einstaklinga sem eru að veikjast alvarlega. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Við erum komin með þrettán með þetta nýja afbrigði og það er enginn, eftir því sem ég veit best, alvarlega veikur. Flestir eru bólusettir og ég vona svo sannanlega að bólusetningin mildi einkennin. Við eigum eftir að sjá það betur í rannsóknum í útlöndum.“ Þórólfur segir að við munum fá niðurstöðu úr rannsóknum um hvort að bóluefni virki á omíkron-afbrigðið í lok þessarar viku eða þeirri næstu. Rannsóknir sem þessar taki vanalega um tvær vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent