Hádramatísk rósaafhending Bachelor fór fram í Hörpu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. desember 2021 14:30 Rósaafhending raunveruleikaþáttarins The Bachelor fór fram í Hörpu. Þar veitti Clayton Echard þeim tveimur stúlkum sem komast í lokaþáttinn rósir - Eða hvað? ABC Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon. Taka skal fram að í þessari frétt kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að piparsveinninn, hinn 28 ára gamli Clayton Echard, væri staddur hér á landi ásamt þremur keppendum við tökur á svonefndum gististefnumótaþætti (e. overnight dates). Í þeim þætti hefur piparsveinninn val um að bjóða konunum að eyða nóttinni með sér eftir stefnumótið. Eftir gistinæturnar velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Sjá einnig: Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín ABC birti í dag stiklu úr væntanlegri þáttaröð, þar sem sjá má að afhending rósanna tveggja eftir gistinæturnar, fer fram í Hörpu. Rósaafhendingin er að sjálfsögðu hádramatísk eins og við var að búast, enda sjálfur lokaþátturinn í húfi fyrir dömurnar. Í rósaafhendingunni í Hörpu má sjá Echard tjá tveimur stúlkum að hann hafi verið „náinn“ þeim báðum. Mikið uppnám verður á meðal þeirra beggja og er mikið grátið. „Er hann ástfanginn af okkur öllum þremur?,“ spyr ein stúlkan með grátstafinn í kverkunum, á meðan önnur liggur grátandi í tröppunum í bláupplýstri Hörpu. Í stiklunni má einnig sjá Echard á stefnumóti með keppanda í Perlunni þar sem hann segist vera orðinn ástfanginn. Þá má sjá hann á stefnumóti með keppandi undir fossi sem lítur út fyrir að vera í Sky Lagoon. Íslenskir Bachelor-aðdáendur náðu myndum af Echard og keppendum víðs vegar um Reykjavík á meðan á dvölinni stóð. Áætlað er að þáttaröðin verði frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun janúar. Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Íslandsvinir Harpa Reykjavík Sky Lagoon Tengdar fréttir Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fleiri fréttir Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Sjá meira
Taka skal fram að í þessari frétt kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að piparsveinninn, hinn 28 ára gamli Clayton Echard, væri staddur hér á landi ásamt þremur keppendum við tökur á svonefndum gististefnumótaþætti (e. overnight dates). Í þeim þætti hefur piparsveinninn val um að bjóða konunum að eyða nóttinni með sér eftir stefnumótið. Eftir gistinæturnar velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Sjá einnig: Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín ABC birti í dag stiklu úr væntanlegri þáttaröð, þar sem sjá má að afhending rósanna tveggja eftir gistinæturnar, fer fram í Hörpu. Rósaafhendingin er að sjálfsögðu hádramatísk eins og við var að búast, enda sjálfur lokaþátturinn í húfi fyrir dömurnar. Í rósaafhendingunni í Hörpu má sjá Echard tjá tveimur stúlkum að hann hafi verið „náinn“ þeim báðum. Mikið uppnám verður á meðal þeirra beggja og er mikið grátið. „Er hann ástfanginn af okkur öllum þremur?,“ spyr ein stúlkan með grátstafinn í kverkunum, á meðan önnur liggur grátandi í tröppunum í bláupplýstri Hörpu. Í stiklunni má einnig sjá Echard á stefnumóti með keppanda í Perlunni þar sem hann segist vera orðinn ástfanginn. Þá má sjá hann á stefnumóti með keppandi undir fossi sem lítur út fyrir að vera í Sky Lagoon. Íslenskir Bachelor-aðdáendur náðu myndum af Echard og keppendum víðs vegar um Reykjavík á meðan á dvölinni stóð. Áætlað er að þáttaröðin verði frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun janúar.
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Íslandsvinir Harpa Reykjavík Sky Lagoon Tengdar fréttir Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fleiri fréttir Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Sjá meira
Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31
„Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31