Hádramatísk rósaafhending Bachelor fór fram í Hörpu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. desember 2021 14:30 Rósaafhending raunveruleikaþáttarins The Bachelor fór fram í Hörpu. Þar veitti Clayton Echard þeim tveimur stúlkum sem komast í lokaþáttinn rósir - Eða hvað? ABC Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon. Taka skal fram að í þessari frétt kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að piparsveinninn, hinn 28 ára gamli Clayton Echard, væri staddur hér á landi ásamt þremur keppendum við tökur á svonefndum gististefnumótaþætti (e. overnight dates). Í þeim þætti hefur piparsveinninn val um að bjóða konunum að eyða nóttinni með sér eftir stefnumótið. Eftir gistinæturnar velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Sjá einnig: Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín ABC birti í dag stiklu úr væntanlegri þáttaröð, þar sem sjá má að afhending rósanna tveggja eftir gistinæturnar, fer fram í Hörpu. Rósaafhendingin er að sjálfsögðu hádramatísk eins og við var að búast, enda sjálfur lokaþátturinn í húfi fyrir dömurnar. Í rósaafhendingunni í Hörpu má sjá Echard tjá tveimur stúlkum að hann hafi verið „náinn“ þeim báðum. Mikið uppnám verður á meðal þeirra beggja og er mikið grátið. „Er hann ástfanginn af okkur öllum þremur?,“ spyr ein stúlkan með grátstafinn í kverkunum, á meðan önnur liggur grátandi í tröppunum í bláupplýstri Hörpu. Í stiklunni má einnig sjá Echard á stefnumóti með keppanda í Perlunni þar sem hann segist vera orðinn ástfanginn. Þá má sjá hann á stefnumóti með keppandi undir fossi sem lítur út fyrir að vera í Sky Lagoon. Íslenskir Bachelor-aðdáendur náðu myndum af Echard og keppendum víðs vegar um Reykjavík á meðan á dvölinni stóð. Áætlað er að þáttaröðin verði frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun janúar. Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Íslandsvinir Harpa Reykjavík Sky Lagoon Tengdar fréttir Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Taka skal fram að í þessari frétt kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að piparsveinninn, hinn 28 ára gamli Clayton Echard, væri staddur hér á landi ásamt þremur keppendum við tökur á svonefndum gististefnumótaþætti (e. overnight dates). Í þeim þætti hefur piparsveinninn val um að bjóða konunum að eyða nóttinni með sér eftir stefnumótið. Eftir gistinæturnar velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Sjá einnig: Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín ABC birti í dag stiklu úr væntanlegri þáttaröð, þar sem sjá má að afhending rósanna tveggja eftir gistinæturnar, fer fram í Hörpu. Rósaafhendingin er að sjálfsögðu hádramatísk eins og við var að búast, enda sjálfur lokaþátturinn í húfi fyrir dömurnar. Í rósaafhendingunni í Hörpu má sjá Echard tjá tveimur stúlkum að hann hafi verið „náinn“ þeim báðum. Mikið uppnám verður á meðal þeirra beggja og er mikið grátið. „Er hann ástfanginn af okkur öllum þremur?,“ spyr ein stúlkan með grátstafinn í kverkunum, á meðan önnur liggur grátandi í tröppunum í bláupplýstri Hörpu. Í stiklunni má einnig sjá Echard á stefnumóti með keppanda í Perlunni þar sem hann segist vera orðinn ástfanginn. Þá má sjá hann á stefnumóti með keppandi undir fossi sem lítur út fyrir að vera í Sky Lagoon. Íslenskir Bachelor-aðdáendur náðu myndum af Echard og keppendum víðs vegar um Reykjavík á meðan á dvölinni stóð. Áætlað er að þáttaröðin verði frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun janúar.
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Íslandsvinir Harpa Reykjavík Sky Lagoon Tengdar fréttir Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31
„Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31