Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 16:31 Lilja Björg Gísladóttir og Jóna María Ólafsdóttir þáttastjórnendur Fantasíusvítunnar. Sigurður Pétur Jóhannsson Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. Taka skal fram að í fréttinni kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Samkvæmt heimildum Reality Steve eru þetta þær þrjár konur sem eru eftir að keppast um hjarta piparsveinsins Clayton Echard. Eru þetta svokölluð gististefnumót (e. overnight dates) þar sem piparsveinninn hefur val um að bjóða konunum að eyða með sér nóttinni eftir stefnumótið. Eftir það velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Clayton er fæddur 29. apríl árið 1993. Hann er tæpir tveir metrar á hæð og Bachelor aðdáendur kynntust honum fyrst í Bachelorette þáttaröðinni sem er í sýningu í augnablikinu. Hann hefur verið myndaður víða um Reykjavík síðasta sólarhringinn og myndir af honum í miðbænum er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Clayton hefur sést víða um Reykjavík síðasta sólarhringinn, meðal annars við Hörpu og á hóteli í miðbænum. Harpa Rut Hilmarsdóttir náði þessari mynd af Clayton í gær. Hún er birt hér með góðfúslegu leyfi hennar. Harpa Rut Hilmarsdóttir Lilja Björg Gísladóttir og Jóna María Ólafsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Fantasíusvítan, gerðu sérstakan aukaþátt um þessa Íslandsferð þátttakenda og má heyra hann í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum ábendingu frá fylgjanda á instagram Fantasíusvítunnar þar sem okkur var sagt að sést hefði til Clayton í miðbænum og í kjölfarið fórum við á stúfana,“ segir Lilja Björg í samtali við Lífið. „Við skoðuðum Reality Steve, sem er almennt með puttann inni í púlsnum þegar kemur að Bachelor og hann var þá búinn að skúbba tökustöðum og það passaði að Ísland ætti að vera einn af tökustöðunum. Samkvæmt Reality Steve er Clayton hér til þess að taka upp loka þættina í sinni Bachelor seríu sem verður frumsýnd að mig minnir 3. janúar í USA. Við fórum svo vel yfir okkar kenningar í þættinum ef fólk hefur áhuga á að hlusta á það. En miðað við myndina á Piparsveinar og Piparmeyjar þá er maðurinn á landinu svo það verður alveg extra spennandi að fylgjast með seríunni eftir áramót,“ útskýrir Lilja. Hún segir að það sé smá skrítið samt að vita af honum hér að taka upp loka þættina í sinni seríu þegar áhorfendur eru ennþá að fylgjast með honum falla fyrir Michelle, sem er núverandi Bachelorette. Clayton er einn af mönnunum sem berjast um athygli hennar í þáttunum. „Serían hennar er rétt hálfnuð og hann ekki farinn heim þaðan. En svona er þessi Bachelor heimur, allt tekið upp langt fram í tímann.“ Þáttinn þeirra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Taka skal fram að í fréttinni kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Samkvæmt heimildum Reality Steve eru þetta þær þrjár konur sem eru eftir að keppast um hjarta piparsveinsins Clayton Echard. Eru þetta svokölluð gististefnumót (e. overnight dates) þar sem piparsveinninn hefur val um að bjóða konunum að eyða með sér nóttinni eftir stefnumótið. Eftir það velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Clayton er fæddur 29. apríl árið 1993. Hann er tæpir tveir metrar á hæð og Bachelor aðdáendur kynntust honum fyrst í Bachelorette þáttaröðinni sem er í sýningu í augnablikinu. Hann hefur verið myndaður víða um Reykjavík síðasta sólarhringinn og myndir af honum í miðbænum er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Clayton hefur sést víða um Reykjavík síðasta sólarhringinn, meðal annars við Hörpu og á hóteli í miðbænum. Harpa Rut Hilmarsdóttir náði þessari mynd af Clayton í gær. Hún er birt hér með góðfúslegu leyfi hennar. Harpa Rut Hilmarsdóttir Lilja Björg Gísladóttir og Jóna María Ólafsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Fantasíusvítan, gerðu sérstakan aukaþátt um þessa Íslandsferð þátttakenda og má heyra hann í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum ábendingu frá fylgjanda á instagram Fantasíusvítunnar þar sem okkur var sagt að sést hefði til Clayton í miðbænum og í kjölfarið fórum við á stúfana,“ segir Lilja Björg í samtali við Lífið. „Við skoðuðum Reality Steve, sem er almennt með puttann inni í púlsnum þegar kemur að Bachelor og hann var þá búinn að skúbba tökustöðum og það passaði að Ísland ætti að vera einn af tökustöðunum. Samkvæmt Reality Steve er Clayton hér til þess að taka upp loka þættina í sinni Bachelor seríu sem verður frumsýnd að mig minnir 3. janúar í USA. Við fórum svo vel yfir okkar kenningar í þættinum ef fólk hefur áhuga á að hlusta á það. En miðað við myndina á Piparsveinar og Piparmeyjar þá er maðurinn á landinu svo það verður alveg extra spennandi að fylgjast með seríunni eftir áramót,“ útskýrir Lilja. Hún segir að það sé smá skrítið samt að vita af honum hér að taka upp loka þættina í sinni seríu þegar áhorfendur eru ennþá að fylgjast með honum falla fyrir Michelle, sem er núverandi Bachelorette. Clayton er einn af mönnunum sem berjast um athygli hennar í þáttunum. „Serían hennar er rétt hálfnuð og hann ekki farinn heim þaðan. En svona er þessi Bachelor heimur, allt tekið upp langt fram í tímann.“ Þáttinn þeirra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“