Torgeir Andersen, slökkviliðsstjóri í Drammen, staðfestir í samtali við NRK að heimilisfaðirinn hafi verið starfsmaður slökkviliðsins.
Slökkvilið var kallað út um hálf þrjú í nótt að staðartíma eftir að tilkynning barst um að eldur væri á jarðhæðinni. Húsið er í Berger í sveitarfélaginu Svelvik, suður af Drammen.
Mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið bar að garði og hafi verið ómögulegt fyrir slökkviliðsmenn að fara inn í húsið.
Andersen segir að starfsmenn slökkviliðsins muni koma saman á stöðinni þar sem þeim verður veitt áfallahjálp.
