Fótbolti

Guð­mundur lagði upp sigu­mark New York sem er komið í úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn New York fagna í kvöld.
Leikmenn New York fagna í kvöld. Twitter/@NYCFC

New York City er komið í úrslit MLS-deildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur Philadelphia Union í undanúrslitum. Guðmundur Þórarinsson kom inn af bekk New York og átti stóran þátt í sigri liðsins.

Guðmundur hóf leikinn á bekknum en kom inn á þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Skömmu síðar komst Philadelphia hins vegar yfir þegar Alexander Callens setti boltann í eigið net.

Maximiliano Moralez jafnaði hins vegar metin aðeins tveimur mínútum síðar og staðan því jöfn 1-1 þegar 25 mínútur voru til leiksloka.

Þegar tvær mínútur voru til leiksloka fékk Guðmundur sendingu upp vinstri vænginn. Hann vann boltann af harðfylgi og kom honum fyrir markið þar sem Talles Magno skoraði af stuttu færi.

Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn þýðir að New York City vann Austurdeild MLS-deildarinnar í fyrsta sinn og er komið í úrslitaleik deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×