Fótbolti

Rekinn eftir fjóra mánuði í starfi

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Jesse Marsch var einungis stjóri RB Leipzig í fjóra mánuði
Jesse Marsch var einungis stjóri RB Leipzig í fjóra mánuði EPA-EFE/FILIP SINGER

Þýska knattspyrnuliðið RB Leipzig hefur sagt Jesse Marsch upp störfum eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Marsch, sem er Bandaríkjamaður, kom til liðsins í sumar eftir að hafa samið um kaup og kjör í apríl.

Marsch átti stór spor að fylla en hann tók við liðinu af Julian Nagelsmann sem nú þjálfar stórliðið Bayern Munchen. Nagelsmann var sérstaklega vinsæll meðal stuðningsmanna eftir góðan árangur undanfarinna ára.

Forráðamenn Leipzig voru ekki nógu ánægðir með árangur liðsins undir stjórn Marsch, en hann sjálfur hafði haft trú á verkefninu framan af.

„Alveg upp undir það síðasta þá hafði ég trú á því að við gætum snúið þessu við eftir þessa erfiðu byrjun á vetrinum. Ég hélt að við myndum finna meira jafnvægi og liðsheild sem myndi snúa genginu við. Það gerðist því miður ekki og eftir samtal við Oliver Mintzlaff [framkvæmdastjóra liðsins] ákváðum við í sameiningu að þetta væri fullreynt“, sagði Marsch á blaðamannafundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×