Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2021 14:33 Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funda í vikunni um stöðu mála í Úkraínu. Getty/Peter Klaunzer Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. Spennan hefur magnast gríðarlega á landamærum Rússlands og Úkraínu að undanförnu en rússneskar hersveitir hafa safnast þar saman og verið við æfingar. Bandaríkjaher hefur verið með talsvera viðveru þar vegna stöðunnar. Hvorki Bandaríkin né önnur vesturveldi, sem styðja Úkraínu, hafa minnst á að grípa til hernaðaraðgerða ráðist Rússar inn í Úkraínu. Svo virðist vera, af málflutningi Bidens, að sjónum verði frekar beint að viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, lofaði til dæmis í vikkunni að Rússar fengju að kenna á því fjárhagslega fær þeir yfir landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkin væru búin að þróa ítarlegustu viðskiptaþvinganir, sem myndu gera Vladimír Pútín Rússlandsforseta erfitt fyrir. Þegar eru í gildi viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi en þær beinast flestar gegn samtökum og einstaklingum. Flestar tengjast þessar þvinganir innrás og yfirtöku Rússa á Krímskaga, sem þeir hertóku árið 2014. Þvinganirnar felast til dæmis í frystum bankareikningum, banni við að eiga í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og bann við að fara til Bandaríkjanna. Á þeim tíma sem er liðinn hafa vesturveldin greinilega íhugað hvað sé hægt að gera meira. Meðal hörðustu valmöguleikanna er að banna Rússland frá SWIFT, belgískt fjármálakerfi sem er notað til að senda peninga milli banka og ríkja út um allan heim. Evrópuþingið samþykkti í sumar að beita þessum aðgerðum ráðist Rússland inn í Úkraínu. Bandaríkin hafa beitt þessari þvingun gegn Íran, vegna kjarnorkustarfsemi þess. Eftir að bankar Írans voru aftengdir SWIFT missti ríkið nærri helminginn af tekjum af hráolíusölu og meira en þriðjung fjármagnsins í ríkissjóði. Áhrifin á efnahag Rússlands gætu því orðið gríðarleg ef gripið verður til þessa ráðs. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Sjá meira
Spennan hefur magnast gríðarlega á landamærum Rússlands og Úkraínu að undanförnu en rússneskar hersveitir hafa safnast þar saman og verið við æfingar. Bandaríkjaher hefur verið með talsvera viðveru þar vegna stöðunnar. Hvorki Bandaríkin né önnur vesturveldi, sem styðja Úkraínu, hafa minnst á að grípa til hernaðaraðgerða ráðist Rússar inn í Úkraínu. Svo virðist vera, af málflutningi Bidens, að sjónum verði frekar beint að viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, lofaði til dæmis í vikkunni að Rússar fengju að kenna á því fjárhagslega fær þeir yfir landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkin væru búin að þróa ítarlegustu viðskiptaþvinganir, sem myndu gera Vladimír Pútín Rússlandsforseta erfitt fyrir. Þegar eru í gildi viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi en þær beinast flestar gegn samtökum og einstaklingum. Flestar tengjast þessar þvinganir innrás og yfirtöku Rússa á Krímskaga, sem þeir hertóku árið 2014. Þvinganirnar felast til dæmis í frystum bankareikningum, banni við að eiga í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og bann við að fara til Bandaríkjanna. Á þeim tíma sem er liðinn hafa vesturveldin greinilega íhugað hvað sé hægt að gera meira. Meðal hörðustu valmöguleikanna er að banna Rússland frá SWIFT, belgískt fjármálakerfi sem er notað til að senda peninga milli banka og ríkja út um allan heim. Evrópuþingið samþykkti í sumar að beita þessum aðgerðum ráðist Rússland inn í Úkraínu. Bandaríkin hafa beitt þessari þvingun gegn Íran, vegna kjarnorkustarfsemi þess. Eftir að bankar Írans voru aftengdir SWIFT missti ríkið nærri helminginn af tekjum af hráolíusölu og meira en þriðjung fjármagnsins í ríkissjóði. Áhrifin á efnahag Rússlands gætu því orðið gríðarleg ef gripið verður til þessa ráðs.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Sjá meira
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59
Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21