Fótbolti

Gló­dís Perla kom inn af bekknum í stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekknum í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekknum í dag. Getty/Adam Pretty

Bayern München vann 7-1 stórsigur á Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bæjara en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins að þessu sinni.

Staðan var orðin 7-0 er Glódís Perla kom af bekknum en það verður seint sagt að leikur dagsins hafi verið spennandi. Bayern komst yfir eftir aðeins fimm mínútna leik og var komið 5-0 yfir þegar rétt tæpur hálftími var liðinn af leiknum.

Eftir það setti liðið í hlutlausan og sigldi sigrinum þægilega heim, lokatölur 7-1.

Bayern fer þar með á topp deildarinnar með 24 stig að loknum 10 leikjum. Wolfsburg situr í öðru sæti með 22 stig og á leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.