Nýtt minnisblað á leiðinni: Miklar tilslakanir gætu endað illa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2021 18:53 Sóttvarnalæknir á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina og telur ólíklegt að hann leggi til tilslakanir á meðan óvissa er jafn mikil og nú. Allt að sjö manns hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu líkt og víða erlendis. Það var í fyrradag sem karlmaður sem legið hafði inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi um hríð var fluttur á Landspítalann. Maðurinn sem er á áttræðisaldri hafði þá greinst með kórónuveiruna og því var ákveðið að flytja hann á farsóttardeild Landspítalans. Maðurinn er ekki mikið veikur af veirunni. Hann er fullbólusettur og var nýbúinn að fá örvunarskammt. Hann hafði ekki ferðast til útlanda nýlega en þrátt fyrir það vaknaði grunur, þegar sýni hans var skoðað af veirufræðideild spítalans, um að hann væri með omíkron-afbrigði veirunnar. Sýnið fór frá spítalanum til Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur frá upphafi faraldursins raðgreint jákvæð sýni. Sú raðgreining sýndi svo í gær að maðurinn er með omíkron-afbrigði veirunnar. „Það lítur út fyrir að það séu svona í kringum sjö einstaklingar sem hafi smitast af þessari veiru og þeir tengjast allir. Þannig að sá möguleiki er fyrir hendi að veiran sé, þetta afbrigði veirunnar sé ekki komið víða í íslensku samfélagi en sá möguleiki er fyrir hendi,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Aðspurður um það hvort að þau bóluefni sem nú þegar eru til gegn veirunni virki gegn þessu nýja afbrigði segir Kári erfitt að fullyrða eitthvað um það núna. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að það geri það ekki en sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stökkbreyta formi af þessu eggjahvítuefni en við vonumst til þess að það geri það.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það hafa verið viðbúið að omíkon-afbrigðið myndi greinast hér á landi. „Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara heldur en við gerum okkur grein fyrir og ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að þetta er að aukast mjög hratt greiningin á þessu nýja afbrigði.“ Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaraðgerðir rennur út um miðja næstu viku. Þórólfur á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina. „Mér finnst nú ólíklegt ég muni leggja til að við slökum eitthvað mikið á því að við erum á þessum óvissutíma. Kúrfa fer hægt niður. Við vorum með rúmlega 130 tilfelli í gær. Þannig að þetta fer mjög hægt niður. Við erum áfram að fá veika einstaklinga inn á spítalann af völdum delta og svo bætist ofan á þetta nýja afbrigði sem að við þekkjum ekki alveg og vitum ekki alveg hvar við stöndum með. Þannig að þetta er svolítil óvissa í þessu og meðan að svo er þá væri nú mjög óráðlegt í samfélaginu að fara út í einhverjar miklar tilslakarnir það gæti endað illa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Það var í fyrradag sem karlmaður sem legið hafði inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi um hríð var fluttur á Landspítalann. Maðurinn sem er á áttræðisaldri hafði þá greinst með kórónuveiruna og því var ákveðið að flytja hann á farsóttardeild Landspítalans. Maðurinn er ekki mikið veikur af veirunni. Hann er fullbólusettur og var nýbúinn að fá örvunarskammt. Hann hafði ekki ferðast til útlanda nýlega en þrátt fyrir það vaknaði grunur, þegar sýni hans var skoðað af veirufræðideild spítalans, um að hann væri með omíkron-afbrigði veirunnar. Sýnið fór frá spítalanum til Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur frá upphafi faraldursins raðgreint jákvæð sýni. Sú raðgreining sýndi svo í gær að maðurinn er með omíkron-afbrigði veirunnar. „Það lítur út fyrir að það séu svona í kringum sjö einstaklingar sem hafi smitast af þessari veiru og þeir tengjast allir. Þannig að sá möguleiki er fyrir hendi að veiran sé, þetta afbrigði veirunnar sé ekki komið víða í íslensku samfélagi en sá möguleiki er fyrir hendi,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Aðspurður um það hvort að þau bóluefni sem nú þegar eru til gegn veirunni virki gegn þessu nýja afbrigði segir Kári erfitt að fullyrða eitthvað um það núna. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að það geri það ekki en sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stökkbreyta formi af þessu eggjahvítuefni en við vonumst til þess að það geri það.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það hafa verið viðbúið að omíkon-afbrigðið myndi greinast hér á landi. „Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara heldur en við gerum okkur grein fyrir og ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að þetta er að aukast mjög hratt greiningin á þessu nýja afbrigði.“ Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaraðgerðir rennur út um miðja næstu viku. Þórólfur á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina. „Mér finnst nú ólíklegt ég muni leggja til að við slökum eitthvað mikið á því að við erum á þessum óvissutíma. Kúrfa fer hægt niður. Við vorum með rúmlega 130 tilfelli í gær. Þannig að þetta fer mjög hægt niður. Við erum áfram að fá veika einstaklinga inn á spítalann af völdum delta og svo bætist ofan á þetta nýja afbrigði sem að við þekkjum ekki alveg og vitum ekki alveg hvar við stöndum með. Þannig að þetta er svolítil óvissa í þessu og meðan að svo er þá væri nú mjög óráðlegt í samfélaginu að fara út í einhverjar miklar tilslakarnir það gæti endað illa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10
Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42