Nýtt minnisblað á leiðinni: Miklar tilslakanir gætu endað illa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2021 18:53 Sóttvarnalæknir á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina og telur ólíklegt að hann leggi til tilslakanir á meðan óvissa er jafn mikil og nú. Allt að sjö manns hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu líkt og víða erlendis. Það var í fyrradag sem karlmaður sem legið hafði inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi um hríð var fluttur á Landspítalann. Maðurinn sem er á áttræðisaldri hafði þá greinst með kórónuveiruna og því var ákveðið að flytja hann á farsóttardeild Landspítalans. Maðurinn er ekki mikið veikur af veirunni. Hann er fullbólusettur og var nýbúinn að fá örvunarskammt. Hann hafði ekki ferðast til útlanda nýlega en þrátt fyrir það vaknaði grunur, þegar sýni hans var skoðað af veirufræðideild spítalans, um að hann væri með omíkron-afbrigði veirunnar. Sýnið fór frá spítalanum til Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur frá upphafi faraldursins raðgreint jákvæð sýni. Sú raðgreining sýndi svo í gær að maðurinn er með omíkron-afbrigði veirunnar. „Það lítur út fyrir að það séu svona í kringum sjö einstaklingar sem hafi smitast af þessari veiru og þeir tengjast allir. Þannig að sá möguleiki er fyrir hendi að veiran sé, þetta afbrigði veirunnar sé ekki komið víða í íslensku samfélagi en sá möguleiki er fyrir hendi,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Aðspurður um það hvort að þau bóluefni sem nú þegar eru til gegn veirunni virki gegn þessu nýja afbrigði segir Kári erfitt að fullyrða eitthvað um það núna. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að það geri það ekki en sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stökkbreyta formi af þessu eggjahvítuefni en við vonumst til þess að það geri það.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það hafa verið viðbúið að omíkon-afbrigðið myndi greinast hér á landi. „Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara heldur en við gerum okkur grein fyrir og ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að þetta er að aukast mjög hratt greiningin á þessu nýja afbrigði.“ Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaraðgerðir rennur út um miðja næstu viku. Þórólfur á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina. „Mér finnst nú ólíklegt ég muni leggja til að við slökum eitthvað mikið á því að við erum á þessum óvissutíma. Kúrfa fer hægt niður. Við vorum með rúmlega 130 tilfelli í gær. Þannig að þetta fer mjög hægt niður. Við erum áfram að fá veika einstaklinga inn á spítalann af völdum delta og svo bætist ofan á þetta nýja afbrigði sem að við þekkjum ekki alveg og vitum ekki alveg hvar við stöndum með. Þannig að þetta er svolítil óvissa í þessu og meðan að svo er þá væri nú mjög óráðlegt í samfélaginu að fara út í einhverjar miklar tilslakarnir það gæti endað illa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Það var í fyrradag sem karlmaður sem legið hafði inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi um hríð var fluttur á Landspítalann. Maðurinn sem er á áttræðisaldri hafði þá greinst með kórónuveiruna og því var ákveðið að flytja hann á farsóttardeild Landspítalans. Maðurinn er ekki mikið veikur af veirunni. Hann er fullbólusettur og var nýbúinn að fá örvunarskammt. Hann hafði ekki ferðast til útlanda nýlega en þrátt fyrir það vaknaði grunur, þegar sýni hans var skoðað af veirufræðideild spítalans, um að hann væri með omíkron-afbrigði veirunnar. Sýnið fór frá spítalanum til Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur frá upphafi faraldursins raðgreint jákvæð sýni. Sú raðgreining sýndi svo í gær að maðurinn er með omíkron-afbrigði veirunnar. „Það lítur út fyrir að það séu svona í kringum sjö einstaklingar sem hafi smitast af þessari veiru og þeir tengjast allir. Þannig að sá möguleiki er fyrir hendi að veiran sé, þetta afbrigði veirunnar sé ekki komið víða í íslensku samfélagi en sá möguleiki er fyrir hendi,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Aðspurður um það hvort að þau bóluefni sem nú þegar eru til gegn veirunni virki gegn þessu nýja afbrigði segir Kári erfitt að fullyrða eitthvað um það núna. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að það geri það ekki en sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stökkbreyta formi af þessu eggjahvítuefni en við vonumst til þess að það geri það.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það hafa verið viðbúið að omíkon-afbrigðið myndi greinast hér á landi. „Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara heldur en við gerum okkur grein fyrir og ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að þetta er að aukast mjög hratt greiningin á þessu nýja afbrigði.“ Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaraðgerðir rennur út um miðja næstu viku. Þórólfur á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina. „Mér finnst nú ólíklegt ég muni leggja til að við slökum eitthvað mikið á því að við erum á þessum óvissutíma. Kúrfa fer hægt niður. Við vorum með rúmlega 130 tilfelli í gær. Þannig að þetta fer mjög hægt niður. Við erum áfram að fá veika einstaklinga inn á spítalann af völdum delta og svo bætist ofan á þetta nýja afbrigði sem að við þekkjum ekki alveg og vitum ekki alveg hvar við stöndum með. Þannig að þetta er svolítil óvissa í þessu og meðan að svo er þá væri nú mjög óráðlegt í samfélaginu að fara út í einhverjar miklar tilslakarnir það gæti endað illa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10
Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42